Fótbolti

Verður stríðsástand í Kalmar

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Katrín í viðtali við fjölmiðla.
Katrín í viðtali við fjölmiðla. Nordic Photos / Getty Images
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki að fara að spila fyrsta leikinn við Noreg á ferlinum. Hún er með það á hreinu hvað íslenska liðið þarf að gera í Kalmar í kvöld.

„Við þurfum að koma vel skipulagðar inn í leikinn, sérstaklega í vörn. Það er rosalega mikilvægt að halda markinu okkar hreinu því ég er alveg viss um að við munum fá færi. Stemning og barátta er samt það mikilvægasta,“ segir Katrín og bætir við: „Auðvitað er taktík líka mikilvæg en í svona jöfnum leik eins og þessir leikir við Norðmenn hafa verið, þá hefur það verið dagsformið sem réði úrslitum. Það lið sem vill þetta meira vinnur þennan leik,“ sagði Katrín.

Ísland og Noregur eru bæði lið sem vilja láta finna fyrir sér inni á vellinum. „Ég held að það verði alveg rosaleg harka í þessum leik. Við getum alveg verið vinkonur utan vallar en inni á vellinum á morgun (í kvöld) þá verður þetta bara stríð,“ sagði Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×