Fótbolti

146 mörk í tveimur leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fjögur lið hafa verið rekin úr keppni af nígeríska knattspyrnusambandinu fyrir að hagræða úrslitum leikja.

Liðin fjögur heita Plateau United Feeders, Akurba FC, Police Machine og Babayaro FC og voru að keppa í umspili um sæti í 3. deildinni þar í landi.

Plateau United Feeders vann ótrúlegan stórsigur á Akurba FC, 79-0, og Police Machine FC hafði sömuleiðis talsverða yfirburði gegn Babayaro FC og vann, 67-0.

Augljóst er að úrslitum leikjanna var hagrætt og eru yfirmenn knattspyrnumála í Nígeríu afar óánægðir. „Þetta er óásættanlegur skandall af stærstu gerð. Öll fjögur lið hafa verið sett í ótímabundið bann á meðan málið verður rannsakað enn frekar,“ sagði Mike Umeh hjá nígeríska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×