Enski boltinn

Pellegrini segir City vanta framherja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. Nordicphotos/Getty
„Við erum með tvo framherja og þurfum einn til viðbótar. Við þurfum að vera með afar sterkan hóp," sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City á blaðamannafundi í dag.

Carlos Tevez yfirgaf raðir City á dögunum en Argentínumaðurinn er genginn í raðir Juventus. Fyrir eru Edin Dzeko og Sergio Agüero auk Svíans John Guidetti.

„Ég ræddi við Carlos fyrir nokkrum vikum. Ég fann það á honum að hann vildi ekki vera hérna lengur. Þetta var besta niðurstaðan fyrir Carlos og félagið," sagði Pellegrini.

Chilemaðurinn segir eina ástæðu þess hvers vegna hann sé tekinn við liðinu vera leikstílinn sem hans lið spili.

„Stuðningsmenn Man City munu sjá nýjan leikstíl en hefur verið á boðstólnum undanfarin ár. Ég er viss um að knattspyrnan verður áferðarfalleg. Við ætlum að vera flott lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×