Fótbolti

Allar 23 luku æfingunni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Frá æfingu stelpnanna okkar í Kalmar í gær.
Frá æfingu stelpnanna okkar í Kalmar í gær. Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið æfði á gamla heimavelli Kalmar FF í gær og þetta var tímamótaæfing í undirbúningi liðsins því allir 23 leikmenn hópsins tóku fullan þátt í æfingunni. Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir æfði í fyrsta sinn með liðinu af fullum krafti síðan að hún meiddist aftan í læri.

Eftir æfinguna gat íslenski hópurinn fagnað því að allir 23 leikmenn liðsins virkuðu klárir í slaginn þegar aðeins tveir sólarhringar eru í fyrsta flaut. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, fær síðan það verðuga og vandasama verkefni að velja þær ellefu sem byrja á morgun.

Það var heldur ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum á æfingunni í gær enda sólríkt og hlýtt kannski aðeins of hlýtt fyrir sumar. Liðið æfir á keppnisleikvanginum í kvöld en það er spáð rigningu með í kvöldinu og því verða kannski aðeins „íslenskari" aðstæður á lokaæfingu liðsins fyrir leikinn á móti Noregi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×