Enski boltinn

Markvörður á fimmtugsaldri til Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ástralinn er kominn á fimmtudagsaldur.
Ástralinn er kominn á fimmtudagsaldur. nordicphotos/afp
Ástralinn Mark Schwarzer gekk í gærkvöldi til liðs við Chelsea á frjálsri sölu frá Fulham.

Schwarzer er ætlað að vera varaskeifa fyrir Petr Cech, aðalmarkvörð Chelsea. Ástralinn fertugi yfirgaf Fulham í lok síðustu leiktíðar eftir komu Hollendingsins Maarten Stekelenburg frá Roma. Samningur Schwarzer við Chelsea er til eins árs.

Cheslea hafði áður reynt að næla í John Ruddy hjá Norwich en verðmiðinn þótti of hár. Schwarzer spilaði í ellefu ár með Middlesbrough á Englandi áður en hann hélt til Lundúna í herbúðir Fulham árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×