Fleiri fréttir

Arnar Már lánaður til Ólafsvíkur

Víkingur Ólafsvík hefur fengið sóknarmanninn Arnar Má Björgvinsson lánaðan frá Breiðabliki. Lokað verður fyrir félagaskipti á Íslandi í lok dagsins.

Við æfðum ekki vítaspyrnur sérstaklega

Frank Lampard, sem verður fyrirliði Chelsea í úrslitaleiknum gegn Benfica í Evrópudeild UEFA í kvöld, segir að liði hafi ekki æft vítaspyrnur sérstaklega.

Rekinn eftir 40 ára starf

Thomas Schaaf, stjóri þýska liðsins Werder Bremen, var látinn taka poka sinn eftir rúmlega 40 ára samfellt starf fyrir félagið.

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Grunaður um nauðgun

Loic Remy, framherji enska úrvalsdeildarliðisns QPR, hefur verið handtekinn vegna gruns um nauðgun. BBC greinir frá þessu.

Martinez þögull um framtíðina

Roberto Martinez vildi lítið segja um hvort hann yrði áfram hjá Wigan en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sjáðu mörkin sem felldu Wigan

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Bayern hefur ekki áhuga á Rooney

Matthias Sammer, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, segir að félagið hafi ekki áhuga á að semja við Wayne Rooney.

Rio hættur í enska landsliðinu

Rio Ferdinand hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa aftur kost á sér í enska landsliðið en hann spilaði alls 81 landsleik á ferlinum.

Fullyrt að Lampard verði áfram

Ensku blöðin halda því fram þennan morguninn að Frank Lampard hafi samþykkt að skrifa undir nýjan eins árs samning við Chelsea.

Eilífsliturinn fer mér vel

Baldur Sigurðsson er leikmaður annarrar umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á hans gamla félagi, Keflavík. Baldur var að glíma við magavírus fyrir leikinn.

Terry missir aftur af úrslitaleik í Evrópukeppni

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu á móti Benfica á morgun þegar liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á heimavelli Ajax í Amsterdam. Terry er ekki búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hann varð fyrir um síðustu helgi.

Þetta eru liðin 32 sem verða í pottinum á morgun

Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta á morgun. Átta síðustu liðin tryggðu sér farseðilinn í aðalkeppnina í kvöld þar á meðal 1. deildarlið Grindavíkur og Tindastóls.

Martinez: Ég bjóst aldrei við þessu

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var að sjálfsögðu vonsvikinn eftir 1-4 tap á móti Arsenal og þar með fall úr ensku úrvalsdeildinni aðeins nokkrum dögum eftir að liðið vann enska bikarinn á Wembley.

Nýliðarnir skotnir niður á jörðina í Eyjum

Nýliðar HK/Víkings voru nálægt því að vinna Breiðablik í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna en þær áttu ekki möguleika í öðrum leik sínum í Vestmannaeyjum í kvöld. Heimastúlkur í ÍBV komust í 3-0 eftir 11 mínútur og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Shaneka Jodian Gordon skoraði þrennu fyrir ÍBV.

Brian Kidd stýrði Manchester City til sigurs

Sergio Agüero tryggði Manchester City 2-0 sigur á Reading í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að félagið rak knattspyrnustjóra sinn Roberto Mancini. Brian Kidd stýrði liði City í þessum leik því David Platt, aðstoðarmaður Mancini, sagði upp störfum fyrr um daginn.

Arsenal felldi bikarmeistarana

Arsenal felldi nýkrýnda bikarmeistara Wigan með því að vinna þá 4-1 á Emirates-leikvanginum í kvöld en Wigan-menn urðu að vinna til þess að eiga möguleika á því að bjarga sér í lokaumferðinni. Lukas Podolski skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Santi Cazorla átti þrjár stoðsendingar.

Tvö mörk á fyrsta hálftímanum dugðu Stjörnunni

Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvelli á Akureyri. Íslandsmeistarar Þór/KA eru því bara með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína í titilvörninni en Stjarnan er aftur á móti með fullt hús.

Gamla lið Eiðs Smára farið á hausinn

Forráðamenn gríska félagsins AEK Aþenu tilkynntu í dag að félagið væri að undirbúa það að lýsa sig gjaldþrota í byrjun næsta mánaðar en það hefur meðal annars þær afleiðingar að liðið spilar í grísku C-deildinni á næstu leiktíð.

Breiðablik í basli eftir stóra sigra

Breiðablik fór illa með nýliða Þórs í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. Þeim grænu og hvítu gengur hins vegar bölvanlega að fylgja stórum sigrum á eftir ef litið er til sögunnar.

Ingólfur á leið í KV

Ingólfur Sigurðsson verður líklega lánaður í 2. deildarlið KV, að sögn Magnúsar Gylfasonar þjálfara Vals.

Wilshere fer í aðgerð

Jack Wilshere mun gangast undir aðgerð vegna ökklameiðsla í lok tímabilsins og mun því missa af leikjum enska landsliðsins um mánaðamótin.

Stjarnan skorað í 22 heimaleikjum í röð

Stuðningsmenn Stjörnunnar er áskrifendur að mörkum hjá karlaliði sínu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjarnan hefur skorað í 22 heimaleikjum í röð.

Moyes: Rooney er einstakur leikmaður

David Moyes ætlar að ræða við Wayne Rooney áður en ákvörðun verður tekin um framtíð kappans sem fór nýlega fram á sölu frá Manchester United.

Fyrstur til að skora framhjá James | Myndband

Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark sinna manna í 4-1 tapi gegn ÍBV í fyrradag. Hann varð þó fyrstur til að skora framhjá David James í Pepsi-deildinni.

Messi frá í 2-3 vikur

Barcelona hefur staðfest að Lionel Messi er tognaður aftan í læri og að hann verði frá næstu 2-3 vikurnar.

Slor og skítur í Eyjum | Myndband

ÍBV er með fullt hús að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla og óhætt að fullyrða að stemningin í Eyjum sé góð.

Wenger vildi ekki tjá sig um Rooney

Arsene Wenger talaði varlega þegar hann var spurður hvort að Arsenal myndi reyna að fá Wayne Rooney frá Manchester United í sumar.

Við munum sakna Mourinho

Brasilíumaðurinn Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að það verði missir fyrir spænsku úrvalsdeildina ef Jose Mourinho hættir hjá Real Madrid í sumar.

Fjögur 1. deildarlið duttu út úr bikarnum í kvöld

Joseph David Yoffe skoraði þrennu fyrir Selfoss og Hilmar Árni Halldórsson var með þrennu fyrir Leikni í kvöld þegar lið þeirra tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fjögur 1. deildarlið féllu út úr bikarnum í kvöld en það voru KA, Fjölnir, Haukar og KF.

Sjá næstu 50 fréttir