Eilífsliturinn fer mér vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2013 06:30 fagnar Baldur Sigurðsson fagnar marki í appelsínugulum varabúningi KR. Mynd/Stefán Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira