Eilífsliturinn fer mér vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2013 06:30 fagnar Baldur Sigurðsson fagnar marki í appelsínugulum varabúningi KR. Mynd/Stefán Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira