Fleiri fréttir

Ekkert gengur hjá Birki og félögum í Pescara

Pescara fór stigalaust frá Róm í kvöld eftir 2-0 tap á móti Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Pescara. Lazio skoraði bæði mörkin sín með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Villas-Boas: Bale er hrikalegur

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, var að sjálfsögðu afar ánægður eftir 3-2 sigur Tottenham á West Ham í kvöld en varamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Gareth Bale tryggðu liðinu sigur eftir að West Ham komst yfir á lokakafla leiksins. Sigurmark Bale var glæsilegt.

Bale: Þetta snýst ekki um mig

Gareth Bale er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana og hann var kátur eftir að hafa tryggt Tottenham 3-2 sigur á West Ham á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bale hefur skoraði sex mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Gylfi og Bale komu Tottenham upp í 3. sætið

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham þegar liðið vann 3-2 sigur á West Ham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í kvöld. Gareth Bale skoraði tvö mörk fyrir Tottenham þar á meðal frábært sigurmark í blálokin.

Messan: Missir Chelsea af Meistaradeildarsæti?

Guðmundur Bendiktsson og Hjörvar Hafliðason tóku Chelsea fyrir í Sunnudagsmessunni í gær. Chelsea tapaði 0-2 á móti Manchester City á sunnudaginn og hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Stuðningsmenn Man. Utd líkja Carrick við Scholes

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Man. Utd er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Þeir sungu um helgina söngva þar sem þeir líktu Carrick við goðsögnina Paul Scholes.

Leikmenn Völsungs mokuðu snjóinn af vellinum

Þó svo það sé nánast farið að vora á höfuðborgarsvæðinu er enn snjór víða um land. Þar á meðal á Húsavík en menn þar á bæ ætla engu að síður að hefja æfingar utandyra fljótlega.

Wenger setur stefnuna á annað sætið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki af baki dottinn þó svo allt stefni í að félagið standi uppi með tvær hendur tómar í lok tímabilsins.

FH stefnir á riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er í áhugaverðu viðtali við stuðningsmannasíðu FH-inga, fhingar.net. Jón Rúnar var á dögunum endurkjörinn formaður deildarinnar.

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Beckham ánægður með fyrsta leikinn

David Beckham lék sinn fyrsta leik fyrir PSG í gær er hann spilaði síðustu sextán mínútur leiksins gegn Marseille. PSG vann leikinn 2-0.

Veifuðu banönum að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Wilshere: Tímabilinu er ekki lokið

Þó svo Arsenal sé svo gott sem úr leik í öllum keppnum í vetur segir miðjumaður liðsins, Jack Wilshere, að tímabilinu sé ekki lokið.

Sigur í fyrsta leik Beckham

PSG endurheimti þriggja stiga forystu á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Marseille í kvöld.

Laudrup: Spiluðum frábærlega

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, er mjög stoltur af sínu liði sem varð deildarbikarmeistari í dag. Liðið lagði Bradford 5-0.

Swansea deildarbikarmeistari eftir stórsigur

Swansea varð í dag deildarbikarmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur gegn Bradford City, 5-0 á Wembley. Bradford átti aldrei möguleika gegn sterku liði Swansea sem réðu ferðinni allan tímann.

Pochettino: Augljóst að við höldum okkur uppi

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, er sannfærður um að liðið muni halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði 4-2 fyrir Newcastle á útivelli í dag.

Benitez: Verðum að halda áfram

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, segir að sínir menn verði að halda áfram að berjast eða eiga ella á hættu að missa af meistaradeildarsæti. Chelsea tapaði í dag fyrir Manchester City á útivelli, 2-0.

Dortmund færir Bayern titilinn á silfurfati

Dortmund missteig sig enn á ný í þýsku deildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gladbach á útivelli. Mario Götze kom Dormund yfir úr víti á 31. mínútu en Amin Younes jafnaði leikinn fyrir Gladbach á 61. mínútu.

Öruggur heimasigur hjá Juventus

Juventus vann í dag 3-0 sigur gegn Siena á heimavelli sínum í Torinó í ítalska boltanum. Stephan Lichtsteiner, Sebastian Giovinco og Paul Pogba skoruðu mörkin hjá Juventus í dag.

Cardiff með átta stiga forystu

Aron Gunnar Einarsson og Heiðar Helguson komu báðir við sögu í 1-2 sigri Cardiff gegn Wolves í 1. deildinni á Englandi. Aron Gunnar lék allan leikinn hjá Cardiff og Heiðar kom inn á sem varamaður þegar skammt var eftir af leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn hjá Wolves.

Mancini ekki tilbúinn að gefast upp

Roberto Mancini var kátur með sigur sinna manna gegn Chelsea í dag í ensku úrvalsdeildinni. Yaya Toure og Carlos Tevez skoruðu mörkin fyrir City í dag en bæði voru þau mjög góð.

Bale: Tottenham komið fram úr Arsenal

Helsta stjarna Tottenham, Gareth Bale, telur að lið sitt sé komið fram úr Arsenal. Liðin er staðsett nærri hvort öðru í Norður-Lundúnum og hingað til hefur Arsenal haft yfirhöndina í árangri þessara liða. Nú er hins vegar Tottenham fyrir ofan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þegar síga tekur á lokasprettinn í deildinni.

Terry settur á bekkinn gegn City

John Terry missir sæti sitt í liði Chelsea sem mætir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. David Luiz og Gary Cahill leika í hjarta varnarinnar hjá Chelsea í dag. Demba Ba er einnig í byrjunarliðinu á kostnað Fernando Torres.

Toure: Vil ljúka ferlinum hjá City

Yaya Toure, miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester City, vill ljúka ferlinum hjá City. Hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð sem varð enskur meistari og er talinn vera einn af betri miðjumönnum deildarinnar.

Mancini segir United búið að vera heppið

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City er kokhraustur. Hann segir að 15 stiga forysta erkifjendana í Manchester United sé að mestu til komin vegna heppni.

Varamaðurinn bjargaði stigi fyrir Inter

Inter og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í stórslag helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildnni. Argentínumaðurinn Matias Schelotto var hetja Inter í leiknum.

Cisse með þrumufleyg í sigri Newcastle

Newcastle fór upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur gegn Southampton í dag. Leikurinn var afar fjörugur og komust gestirnir yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar Morgan Schneiderlin skoraði. Newcastle sótti í sig veðrið og uppskar á mark á 33. mínútu þegar Moussa Sissoko fylgdi eftir skoti Yoan Gouffran.

Toure og Tevez sáu um Chelsea

Manchester City heldur lífi í möguleikum sínum á enska meistaratitlinum eftir 2-0 sigur gegn Chelsea á heimavelli í dag. Yaya Toure og Carlos skoruðu mörk City í síðari hálfleik.

Real lenti undir en vann

Real Madrid vann góðan 2-1 sigur á Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Sjá næstu 50 fréttir