Enski boltinn

Rangers með 25 stiga forystu á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Templeton, leikmaður Rangers, í leik gegn Queen's End.
David Templeton, leikmaður Rangers, í leik gegn Queen's End. Nordic Photos / Getty Images
Skoska stórveldið Rangers frá Glasgow hefur mikla yfirburði í skosku D-deildinni.

Félagið þurfti að byrja upp á nýtt eftir að það var leyst upp í fyrra. Félagið fór í greiðslustöðvun og eftir að samningar tókust ekki við lánadrottna var félagið leyst upp.

Rangers er eitt sögufrægasta knattspyrnufélag Bretlandseyja og hefur unnið skoska meistaratitilinn 54 sinnum, síðast árið 2011.

En í dag þarf liðið að byggja upp frá grunni og sú vinna hefur gengið vel, ef marka má gengi liðsins í vetur. Liðið hafið betur gegn Berwick í dag, 3-1, og er á toppi deildarinnar með 62 stig eftir 25 leiki.

Queen's Park kemur næst með 37 stig en á að vísu þrjá leiki til góða. Það er þó ljóst að aðeins stórslys kemur í veg fyrir að liðið komist upp í C-deildina í vor. Þess má geta að Rangers er með markatöluna 69-20.

Takist liðinu að fara upp um deild á hverju ári mun Rangers spila í efstu deild á ný haustið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×