Fótbolti

Real lenti undir en vann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Real Madrid vann góðan 2-1 sigur á Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Riki kom Deportivo á 34. mínútu með góðu skoti en Diego Lopez í marki Real hefði átt að gera betur. 1-0 forysta í hálfleik þó síst ósanngjörn.

Kaka jafnaði svo metin með glæsilegu skoti á 73. mínútu og Real sótti stíft eftir það. Cristiano Ronaldo komst tvívegis nálægt því að skora áður en hann lagði svo upp sigurmarkið á 87. mínútu.

Ronaldo sótti þá upp vinstri kantinn af miklum krafti áður en hann sendi boltann fyrir markið þar sem Gonzalo Higuain skoraði af stuttu færi.

Angel Di Maria fékk svo að líta glórulaust rautt spjald undir lok leiksins. Hann fékk fyrst gult fyrir að neita að færa sig þegar Deportivo fékk aukaspyrnu og svo annað gult þegar hann lét ekki segjast. Di Maria missir af leik Real Madrid gegn Barcelona um næstu helgi vegna þessa.

2-1 sigur Real Madrid þó niðurstaðan og er Real nú einu stigi á eftir grannliði sínu, Atletico Madrid, sem á þó leik til góða. Atletico er tólf stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Sevilla nú klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×