Fótbolti

Ekkert gengur hjá Birki og félögum í Pescara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pescara fór stigalaust frá Róm í kvöld eftir 2-0 tap á móti Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Pescara. Lazio skoraði bæði mörkin sín með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Pescara er í næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig en liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum og fall úr deildinni blasir við með sama áframhaldi.

Rúmeninn Stefan Radu skoraði fyrra mark Lazio á 29. mínútu en Bosníumaðurinn Senad Lulić, sem lagði upp fyrra markið, skoraði það síðasta sex mínútum síðar.

Birkir spilaði allar 90 mínúturnar á þriggja manna miðju Pescara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×