Fótbolti

Eiður fékk aðeins nokkrar mínútur gegn Anderlecht

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður í leik með Club Brugge.
Eiður í leik með Club Brugge. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Club Brugge, gerði 2-2 jafntefli gegn Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Eiður fékk aðeins nokkrar mínútur í dag gegn gamla félagi Arnórs, föður hans, sem spilaði með Anderlecht við góðan orðstír frá 1983 til 1990.

Club Brugge komst í 2-0 forystu í leiknum en Anderlecht skoraði tvívegis á síðustu tólf mínútum leiksins. Staðan var orðin 2-2 þegar að Eiður kom inn á en í uppbótartíma missti Anderlecht mann af velli með rautt spjald.

Club Brugge er í sjötta sæti belgísku deildarinnar með 45 stig en Anderlecht er á toppnum með 63 stig og níu stiga forystu á næsta lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×