Enski boltinn

Toure og Tevez sáu um Chelsea

Nordic Photos / Getty Images
Manchester City heldur lífi í möguleikum sínum á enska meistaratitlinum eftir 2-0 sigur gegn Chelsea á heimavelli í dag. Yaya Toure og Carlos skoruðu mörk City í síðari hálfleik.

Leikmenn voru sprækir í dag og sýndu fína takta í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkur álitleg færi þá náðu heimamenn ekki að taka forystuna í fyrri hálfleik og staðan markalaus.

Chelsea fékk dæmda vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik eftir að Demba Ba var fellur. Frank Lampard tók vítið en Joe Hart varði frábærlega.

Yaya Toure kom City yfir á 63. mínútu með góðu skoti úr teig. Tevez gulltryggði svo sigurinn á 85. mínútu með frábæru marki.

Með sigrinum fer City upp í 56 stig í deilinni og eru 12 stigum á eftir Manchester United. Chelsea er í þriðja sæti með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×