Enski boltinn

Mancini segir United búið að vera heppið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Roberto Mancini er bjartsýnn.
Roberto Mancini er bjartsýnn.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City er kokhraustur. Hann segir að 15 stiga forysta erkifjendana í Manchester United sé að mestu til komin vegna heppni.

„Þar til nú þá hefur United verið heppið í nánast öllu. Þeir hafa unnið marga leiki á síðustu mínútu, þar á meðal okkur. Þeir áttu líklega skilið að tapa þeim leik en unnu. Ég tel þetta ekki réttláta forystu," segir Mancini.

City mætir Chelsea í mikilvægum leik í dag og takist City ekki að sigra má nánast fara að rita nafn United á bikarinn. „Það er augljóst að þetta verður ekki auðvelt. Við eigum 12 leiki eftir og það gæti gerst. Ég var einu sinni 14 stigum á undan Roma (sem stjóri Inter Milan) og við urðum bara meistarar á síðustu stundu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×