Enski boltinn

Gylfi og Bale komu Tottenham upp í 3. sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham þegar liðið vann 3-2 sigur á West Ham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í kvöld. Gareth Bale skoraði tvö mörk fyrir Tottenham þar á meðal frábært sigurmark í blálokin.

Gylfi kom inn á sem varamaður rúmum hálftíma fyrir leikslok og átti strax flott langskot sem Jussi Jääskeläinen, varði í stöng. Hann skoraði markið sitt af stuttu færi eftir þvögu í teig West Ham liðsins. Ekki fallegasta markið en vissulega langþráð og það jafnaði metin í 2-2 eftir að Joe Cole hafði komið West Ham yfir.

Sigurmark Gareth Bale var hinsvegar að glæsilegri gerðinni og hefur kappinn nú skoraði sex mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og alls fimmtán deildarmörk á tímabilunu.

Tottenham náði þriðja sætinu af Chelsea með þessum sigri en liðið hefur nú leikið ellefu leiki í röð án þess að tapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×