Enski boltinn

Cisse með þrumufleyg í sigri Newcastle

Newcastle fór upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur gegn Southampton í dag. Leikurinn var afar fjörugur og komust gestirnir yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar Morgan Schneiderlin skoraði. Newcastle sótti í sig veðrið og uppskar á mark á 33. mínútu þegar Moussa Sissoko fylgdi eftir skoti Yoan Gouffran.

Papiss Cisse skoraði svo stórkostleg mark á 42. mínútu. Hann tók langa sendingu frá markverðinum Rob Elliot á lofti og skoraði eitt af fallegri mörkum tímabilsins með skoti af löngu færi. Staðan 2-1 í hálfleik.

Rickie Lambert jafnaði leikinn snemma í seinni hálfleik. Adam Lallana sendi lága sendingu fyrir markið sem Lambert potaði í netið framhjá Rob Elliot í markinu. Yohan Cabaye kom Newcastle á ný yfir á 66. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í höndina á Daniel Fox.

Jos Hooiveld varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 79. mínútu. Fox ætlaði að hreinsa boltann frá marki en það fer ekki betur en svo að boltinn fór beint í Hooiveld og í markið. Klaufalegt mark. 4-2 urðu lokatölurnar á St. James’ Park.

Newcastle er eftir leiki dagsins í 14. sæti með 30 stig og fer upp um tvö sæti milli umferða. Southampton er í 16. sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×