Fótbolti

Matthías skoraði tvö í æfingaleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Matthías Vilhjálmsson skoraði tvívegis er lið hans, Start, vann 3-2 sigur á Viking í æfingaleik í Noregi.

Norska deildin hefst um næsta mánuð en Start er nýliði eftir að hafa unnið B-deildina í fyrra. Matthías og Guðmundur Kristjánsson voru þá í lykilhlutverkum.

Báðir voru í byrjunarliði Start í dag en liðið komst í 3-0 forystu. Matthías skoraði fyrsta og þriðja mark liðsins en Viking svaraði með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru báðir í byrjunarliði Viking en sá síðarnefndi gekk nýverið til liðs við félagið frá Selfyssingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×