Enski boltinn

Bale: Tottenham komið fram úr Arsenal

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gareth Bale hefur skorað 17 mörk á leiktíðinni.
Gareth Bale hefur skorað 17 mörk á leiktíðinni.
Helsta stjarna Tottenham, Gareth Bale, telur að lið sitt sé komið fram úr Arsenal. Liðin er staðsett nærri hvort öðru í Norður-Lundúnum og hingað til hefur Arsenal haft yfirhöndina í árangri þessara liða. Nú er hins vegar Tottenham fyrir ofan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þegar síga tekur á lokasprettinn í deildinni.

„Fyrir 10 árum þá var Arsenal milljón mílum á undan Tottenham. Það hefur breyst á síðustu árum. Munurinn á liðunum hefur minnkað og við höfum tekið fram úr þeim á vellinum. Ég tel okkur vera með sterkari leikmannahóp. Við erum stöðugurri og erum sem klúbbur á leið í rétta átt," segir Bale.

Þessi 23 ára leikmaður frá Wales hefur skorað 17 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og hefur leikið frábærlega. Hann hefur fengið meira frelsi undir stjórn Andre Villas-Boas og það hefur skilað sér í mörkum.

„Ég get núna komið meira inn á miðjan völlinn í frjálsu hlutverki og ég nýt þess að spila minn fótbolta. Ég hef meira pláss til að gera hluti. Allir frábærir leikmenn verða að taka þátt í leikinn. Stjórinn á skilið sitt hrós. Hann hefur gefið mér sjálfstraust í að leika í frjálsu hlutverki og gera hlutina sem ég geri. Ég vil halda áfram og læra meira. Vonandi á ég meira inni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×