Fleiri fréttir

Ryo lánaður til Wigan

Arsenal er búið að lána japanska ungstirnið, Ryo Miyaichi, til Wigan út komandi leiktíð. Þessi 19 ára gamli vængmaður hefur ekki enn spilað deildarleik fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins árið 2010.

John Terry sleppur við bann í Meistaradeildinni

John Terry, fyrirliði Chelsea, getur spilað með Chelsea í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið áfrýjun bannsins til greina og minnkað bannið í tvo leiki.

Llorente vill komast frá Athletic

Fernando Llorente, framherji Athletic Bilbao, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hann vilji ekki framlengja samning sinn við félagið.

Mál Arnórs Ingva skýrast í vikunni

Keflvíkingum hefur borist tilboð frá norska félaginu Sandnes Ulf í Arnór Ingva Traustason. Félagið leikur í efstu deild norsku knattspyrnunnar.

Ivanovic fer ekki í bann þrátt fyrir rautt spjald

Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa verið vísað af velli í 3-2 tapinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Butland eða Ruddy ver mark Englendinga

Markvörðurinn Joe Hart og framherjinn Daniel Sturridge hafa dregið sig út úr landsliðshópi Englands. Englendingar mæta Ítölum í æfingaleik í Bern í Sviss á miðvikudag.

Rodwell til Manchester City

Enski miðjumaðurinn Jack Rodwell hefur skrifað undir fimm ára samning við Englandsmeistara Manchester City.

Luisao rotaði dómara í æfingarleik

Brasilíski varnarmaðurinn Luisao sem spilar með Benfica var ekki ánægður með ákvörðun dómarans í æfingarleik Benfica og Fortuna Dusseldorf í dag.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 2-3

Titilvonir KR-inga minnkuðu til muna þegar liðið tapaði 3-2 gegn Valsmönnum í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna í síðari hálfleik.

Fimmti sigur Valsmanna á KR-velli á sex árum - myndir

Valsmenn kunna einstaklega vel við sig á KR-vellinum og það breyttist ekki í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á Íslands- og bikarmeisturnum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið eftir að KR-ingar höfðu unnið upp tveggja marka forystu nágranna sinna af Hlíðarenda.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍA 2-3

Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí.

Di Matteo ánægður með Hazard og Torres

Roberto Di Matteo var ánægður með margt í leik sinna manna en fannst rauða spjaldið eyðileggja möguleika liðsins í 3-2 tapi gegn Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-4

ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2

Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið.

Podolski skoraði tvö í endurkomu sinni

Arsenal vann í dag öruggan 4-0 sigur á Köln í Þýskalandi. Þetta var síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst í næstu viku.

Kolbeinn skoraði í jafntefli

Kolbeinn Sigþórsson tryggði Ajax 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar í dag.

Newcastle að kaupa miðjumann frá Ajax

Newcastle virðast vera að ganga frá kaupunum á Vurnon Anita, 23 ára leikmanni sem leikur með Ajax í Hollandi. Newcastle hafa verið að leitast eftir að styrkja lið sitt og hafa lengi fylgst með Anita.

Hver er þessi Chukwudi Chijindu sem er að slá í gegn hjá Þór?

Chukwudi Chijindu skoraði bæði mörk Þórsara í 2-1 sigri á Víkingum í toppslag 1. deildar karla í Ólafsvík í gær. Chijindu hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Þór og er þegar orðinn markahæsti leikmaður liðsins í sumar.

Zlatan bjargaði stigi fyrir PSG

Zlatan Ibrahimovic kom í veg fyrir neyðarlegt tap í fyrsta leik sínum fyrir Paris Saint German í gærkvöldi. Zlatan sem kom til liðsins frá Milan skoraði tvö mörk í jafntefli liðsins við Lorient.

Bannað að taka við bronsinu sínu

Landslið Suður-Kóreu vann brons í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í London en einn leikmanna liðsins var þó hvergi sjáanlegur þegar Kóreumenn tóku við bronsinu sínu í gær. Alþjóðaólympíunefndin útilokaði hann nefnilega frá verðlaunaafhendingunni eftir að leikmaðurinn varð uppvís að því að veifa fána með pólitískum skilaboðum eftir sigurinn á Japan í leiknum um 3. sætið.

Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag

Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.

Besta knattspyrnukona heims búin að spila sinn síðasta landsleik

Japanska landsliðskonan Homare Sawa tilkynnti það eftir tapleikinn á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik knattpyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London að hún væri búin að spila sinn síðasta landsleik. Bandaríkin vann leikinn 2-1 og tryggði sér gullið.

Unnu bronsið og sluppu við herþjónustu

Suður-kóreska fótboltalandsliðið vann fyrstu verðlaun þjóðar sinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær þegar liðið lagði Japan 2-0 í bronsleiknum á ÓL í London. Leikmenn liðsins fengu ekki bara bronsið að launum eftir sigurinn.

Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar.

Kagawa tryggði United endurkomusigur á Hannover - Real og Barca unnu

Japaninn Shinji Kagawa skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri á þýska liðinu Hannover í æfingaleik í Þýskalandi í kvöld. United lenti 3-1 undir í leiknum en skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Real Madrid og Barcelona unnu bæði sína leiki í kvöld.

Birkir Már lagði upp tvö mörk í sigri Brann

Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp tvö fyrstu mörk Brann í 3-2 sigri á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Næsti leikur Birkis er með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn.

Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin

Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Aron Einar með tvö mörk í sigri á Newcastle

Aron Einar Gunnarsson fór á kostum þegar Cardiff City vann 4-1 sigur á úrvalsdeildarliði Newcastle í æfingaleik í Cardiff í dag. Aron Einar er að koma aftur inn eftir meiðsli og er greinilega orðinn góður af þeim.

Mexíkó vann á Wembley - bið Brasilíu eftir Ólympíugulli lengist enn

Mexíkó kom flestum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Brasilíu í úrslitaleik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum í London en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í dag. Mexíkó lék án sinnar stærstu stjörnu, Giovani Dos Santos, sem gat ekki spilað vegna meiðsla, en það kom ekki að sök og mexíkóska liðið vann nokkuð sannfærandi sigur eftir að hafa skorað fyrra markið sitt eftir aðeins 28 sekúndna leik.

Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí.

Níu Napoli-menn réðu ekki við Juventus í ítalska súperbikarnum

Juventus vann í dag Súperbikarinn á Ítalíu í árlegum leik ítölsku meistaranna og ítölsku bikarmeistaranna en leikið var annað árið í röð í Fuglahreiðrinu í Peking í Kína. Meistararnir í Juventus unnu 4-2 sigur á bikarmeisturum Napoli eftir framlengdan leik.

Sjá næstu 50 fréttir