Enski boltinn

Podolski skoraði tvö í endurkomu sinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lukas Podolski
Lukas Podolski
Arsenal vann í dag öruggan 4-0 sigur á Köln í Þýskalandi. Þetta var síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst í næstu viku.

Þeir voru ekki lengi að fara af stað og var það varnarmaðurinn sterki, Thomas Vermaelen sem skoraði fyrsta markið eftir hornspyrnu.

Næst var komið að nýliðanum Lukas Podolski sem kom frá Köln fyrir tímabilið. Hann skoraði úr vítaspyrnu eftir 21. mínútu og skoraði svo með skoti eftir góðan undirbúning Kieran Gibbs á 43. mínútu.

Gervinho bætti svo við fjórða markinu eftir 62. mínútur eftir góðan samleik við Lukas Podolski sem átti frábæran leik í dag.

Robin Van Persie sem hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins en komst ekki á blað í dag. Mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá Arsenal eftir yfirlýsingu hans um að hann vildi fara frá félaginu.

Engin fleiri mörk komu í leikinn og lauk honum með 4-0 sigri Arsenal. Arsenal eru búnir að styrkja sig vel fyrir komandi átök og ætti ekki að vera það sama upp á teningunum í fyrstu leikjum liðsins líkt og gerðist í fyrra. Þeir hefja leik á laugardaginn gegn Sunderland á Emirates Stadium.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×