Fleiri fréttir

Skatt-man í heimsókn hjá Harry Redknapp

Knattpyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en um helgina var orðrómur á kreiki um að hann væri að hætta sem stjóri Tottenham, en hann neitaði því staðfastlega.

Teitur og lærisveinar hans komnir í úrslit

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson stýrði Vancouver Whitecaps til 3-3 jafnteflis gegn deildarmeisturunum í Portland Timbers í úrslitakeppni Norður-amerísku USL-1 deildarinnar í nótt en með jafntelfinu vann Whitecaps tveggja leikja rimmuna samanlagt 5-4.

Fabregas: Kyssti merkið til að sýna tryggð mína

Spánverjinn Cesc Fabregas átti enn einn stórleikinn fyrir Arsenal í gær þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp fjögur mörk í 6-2 sigri Lundúnafélagsins gegn Blackburn á Emirates-leikvanginum.

Valskonur bikarmeistarar - myndaveisla

Valur varð í dag bikarmeistari kvenna eftir 5-1 sigur á Breiðbliki í framlengdum úrsltialeik. Valgarður Gíslason, ljósmyndari var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir.

Enginn Ronaldo og Real Madrid tapaði fyrir Sevilla

Real Madrid tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jesus Navas og Renato skoruðu skallamörk fyrir heimamenn í sitthvorum hálfleiknum.

Mónakó vann Marseille - Eiður Smári kom inn á 90. mínútu

Mónakó vann glæsilegan 2-1 sigur á útivelli á móti Marseille í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var settur út úr liðinu fyrir leikinn og kom ekki inn á sem varamaður fyrr en að 20 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Sævar Þór valinn bestur og Guðmundur efnilegastur

1. deildarmeistarar Selfoss unnu þrefalt í árlegu vali sem vefsíðan fótbolti.net stóð fyrir á besta og efnilegasta leikmanni deildarinnar, besta þjálfaranum og liði ársins. Það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem kusu.

Eiður Smári á bekknum hjá Mónakó í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Monakó sem sækir Marseille heim í frönsku 1. deildinni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári er ekki í byrjunarliðinu síðan að hann kom til liðsins frá Barcelona en hann hefur ekki skorað í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Benitez: Við sjáum til hvað gerist í apríl og maí

Rafael Benitez , stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að afskrifa titilvonir síns liðs þrátt fyrir 0-2 tap á móti Chelsea á Brúnni í dag. Þetta var þriðja tap Liverpool á tímabilinu og lið sem tapar 3 af fyrstu 8 leikjum sínum hefur ekki tekist að vinna enska titilinn síðustu 40 ár.

Freyr: Við pökkuðum þeim saman

Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson.

Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu

„Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag.

Chelsea vann 2-0 sigur á Liverpool og fór aftur á toppinn

Didier Drogba lagði upp bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri á Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það voru Frakkarnir Nicolas Anelka og Florent Malouda sem skoruðu mörkin en Chelsea komst aftur í toppsætið með sigrinum.

West Ham bjargaði stigi á móti tíu manna liði Fulham

West Ham fór illa með gott tækifæri til að koma sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mátti þakka fyrir 2-2 jafntefli á móti Fulham í dag. West Ham liðið komst í 1-0 og lék manni fleiri frá 40. mínútu. Everton og Stoke gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma.

Fabregas frábær í stórsigri Arsenal á Blackburn

Cesc Fabregas, spænski miðjumaðurinn hjá Arsenal, sýndi snilli sína í 6-2 sigri Arsenal á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fabregas átti þátt í fyrstu fimm mörkum Arsenal, skoraði eitt og átti fjórar stoðsendingar.

Carlo Ancelotti: Liverpool-liðið saknar Alonso

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er á því að Liverpool-liðið hafi misst mikið þegar félagið seldi Xabi Alonso til Real Madrid í haust. Hann segist hafa verið mjög hrifinn af samvinnu Alonso og Javier Mascherano þegar AC Milan mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007. Ancelotti ætlar væntalega að nýta sér þetta þegar liðin mætast í dag klukkan 15.00 í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Frank Lampard: Erfiðast að spila á móti Steven Gerrard

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að verkefni dagsins sé það erfiðasta í boltanum. Hann mætir þá félaga sínum í enska landsliðinu, Steven Gerrard, þegar lið þeirra Chelsea og Liverpool mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Brúnni og hefst klukkan 15.00.

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Gary Wake: Staðráðnar í að fá ekki silfur tvær helgar í röð

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Breiðablik getur þar með unnið sinn fyrsta stóra titil síðan árið 2005 þegar liðið vann tvöfalt.

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

Pepe Reina: Fernando Torres er betri en Didier Drogba

Pepe Reina segir enginn vafa vera í sínum huga að Fernando Torres sé besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Margir líta á leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag sem einvígi tveggja heitustu framherja deildarinnar, Fernando Torres hjá Liverpool og Didier Drogba hjá Chelsea.

Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp

Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu.

Þorsteinn farinn að þjálfa 3. flokk hjá KR

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla hjá KR ásamt bróður sínum Valþóri Halldórssyni en Þorsteinn tók við liði Þróttar í Pepsi-deild karla um mitt sumar en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Þorsteinn verður aðalþjálfari 3. flokks og Valþór aðstoðarþjálfari en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skipti - myndaveisla

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins eftir að liðið vann 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir.

Alfreð er sá tíundi sem skorar tvennu í bikarúrslitaleik í Laugardalnum

Blikinn Alfreð Finnbogason varð í dag tíundi leikmaðurinn sem nær því að skora tvö mörk í bikarúrslitaleik síðan farið var að leika úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Alfreð skoraði bæði mörk Blika sem gerðu 2-2 jafntefli við Fram en tryggði sér sigur í vítakeppni.

Ferguson: Dórmarinn var ekki í formi til að dæma þennan leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var allt annað en ánægður með dómarann Alan Wiley eftir 2-2 jafntefli Manchester United á móti Sunderland í kvöld. United mátti þakka fyrir jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Ferguson talaði um lítið annað en formleysi dómarans.

Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho

Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar.

Bent: Svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum

Darren Bent og félagar í Sunderland urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að ná í stig á Old Trafford á þessu tímabili en hann var engu að síður svekktur með að ná ekki að vinna leikinn. United jafnaði með sjálfsmarki Anton Ferdinand í uppbótartíma.

Zlatan skoraði ekki en Barcelona hélt sigurgöngunni áfram

Zlatan Ibrahimovic tókst ekki að setja nýtt félagsmet þegar Barcelona vann 1-0 sigur á Almeria á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona hefur þar með unnið sex fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu en Zlatan hafði fyrir kvöldið í kvöld skorað í öllum deildarleikjum liðsins.

Sjálfsmark tryggði United stig í uppbótartíma

Manchester United náði að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Anton Ferdinand skoraði sjálfsmark á annarri mínútu í uppbótartíma eftir gríðarlega pressu Manchester United í lokin. Sunderland komst tvisvar yfir í leiknum en lék manni færri síðustu mínúturnar.

Ólafur: Hefur verið geðveikt ferðalag

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum kampakátur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir úrslitaleikinn í dag. Hann segir þennan bikar gríðarlega mikilvægan fyrir félagið.

Ingvar Kale: Þessi leikur var stál í stál

„Mig hafði ekki dreymt um að vinna titil á fyrsta árinu mínu hérna," sagði Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum í dag. Ingvar varði vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni í vítaspyrnukeppninni.

Alfreð Finnboga: Dreymt um þetta lengi

„Þetta er alls ekki slæm tilfinning!" sagði sóknarmaðurinn ungi Alfreð Finnbogason eftir sigur Breiðabliks í bikarúrslitunum í dag. Alfreð skoraði bæði mörk Blika í venjulegum leiktíma.

Fjórði bikarmeistaratitilinn sem vinnst í vítakeppni

Breiðablik varð í dag fjórða liðið í sögu bikarkeppninnar sem vinnur bikarinn í vítakeppni í bikarúrslitaleiknum. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, varð hinsvegar að sætta við að tapa öðru sinni í vítakeppni í bikarúrslitaleik.

Portsmouth vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu

Portsmouth vann loksins sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Wolves 1-0 á útivelli í dag. Hull vann líka mikilvægan sigur í botnbaráttunni en Tottenham náði aðeins jafntefli á móti Bolton.

Ferguson: Steve Bruce getur orðið stjóri hjá toppliði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á stjórahæfileikum fyrrum lærisveins sínum Steve Bruce sem nú stýrir liði Sunderland. Bruce var fyrirliði Manchester United á níunda og tíunda áratugnum og hefur oft verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Ferguson Manchester United.

Mark Hughes: Adebayor fékk sanngjarna refsingu

Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir refsingu Emmanuel Adebayor, fyrir fagnaðarlæti sín á móti Arsenal, vera sanngjarna. Adebayor fékk tveggja leikja skilorðsbundinn dóm og 25 þúsund punda sekt fyrir það að hlaupa allan völlinn eftir að hafa skorað svo að hann gæti fagnað marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Ólafur í viðtali á ksi.is: Óhemju gaman að taka þátt í þessu

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Fram á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Blikar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins og fyrsta stóra titil Kópavogs í karlaknattspyrnunni.

Sjá næstu 50 fréttir