Fleiri fréttir

United getur andað léttar útaf Owen

Framherjinn Michael Owen hjá Englandsmeisturum Manchester United varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir tuttugu mínútna leik gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni á dögunum.

Petrov vonar að Barry verði fagnað á Villa Park

Miðjumaðurinn Stiliyan Petrov hjá Aston Villa bindur vonir við að fyrrum liðsfélagi sinn Gareth Barry hjá Manchester City fái hlýjar móttökur þegar liðin mætast á Villa Park-leikvanginum á mánudag.

Rúrik og Sölvi báðir í liði mánaðarins hjá TV2

Tveir íslenskir knattspyrnumenn komust í lið september-mánaðar í dönsku úrvalsdeildinni hjá sjónvarpsstöðinni TV2. Þetta eru þeir Rúrik Gíslason, miðjumaður OB, og Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður SönderjyskE.

Newcastle þarf að borga Kevin Keegan tvær milljónir punda

Newcastle United þarf að borga Kevin Keegan tvær milljónir punda í skaðabætur eða um 400 milljónir íslenskra króna eftir að Keegan vann mál gegn félaginu fyrir samningsbrot. Keegan hætti hjá Newcastle í september og vildi fá 25 milljónir punda í skaðabætur.

Vieira: Ég verð að fá að spila meira annars fer ég

Patrick Vieira lét hafa það eftir sér í dag að hann væri að förum frá ítölsku meisturunum í Inter Milan ef hann fengi ekki að spila meira með liðinu. Vieira hefur aðeins spilað í 194 mínútur á tímabilinu til þessa og var vegna þess ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir leiki á móti Færeyjum og Austurríki seinna í þessum mánuði.

Dimitar Berbatov: Ég verð að breytast

Dimitar Berbatov, búlgarski framherjinn hjá Manchester United, viðurkennir að hann þurfi að breytast ætli hann að ná að aðlagast leik United-liðsins. Berbatov hefur ekki alveg náð að standa undir 30,75 milljón punda kaupverði sínu frá Tottenham á síðasta ári.

Cristiano Ronaldo ætlar sér að spila á móti Sevilla á sunnudaginn

Cristiano Ronaldo meiddist á ökkla á móti Marseille í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eftir að hafa skorað tvö mörk og fiskað víti í 3-0 sigri. Portúgalinn hefur trú á því að hann verði orðinn góður fyrir stórleikinn á móti Sevilla á sunnudaginn.

Ferguson hrósar Wenger á tímamótunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur háð mörg sálfræðistríðin við Arsene Wenger, stjóra Arsenal í gegnum tíðina en hann er þó alveg tilbúinn að hrósa franska stjóranum fyrir það sem hann hefur gert hjá Arsenal. Wenger er nefnilega orðinn sá stjóri sem hefur setið lengst í sögu Arsenal.

Babel hefur áhyggjur af því að HM-sæti hans sé í hættu

Ryan Babel er staðráðinn í að vinna sér sæti í byrjunarliði Liverpool því ef honum tekst það ekki óttast hann að sæti hans í HM-hóp Hollendinga sé í mikilli hættu. Babel komst í fyrstu ekki í hópinn hjá Hollendingum í síðustu leikjum liðsins en var síðan kallaður inn vegna forfalla Ibrahim Afellay.

Robbie Keane trúir því að Tottenham endi meðal fjögurra efstu

Robbie Keane er sannfærður um að Tottenham geti komist í hóp fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Tottenham hefur byrjað tímabilið vel og er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. Tottenham mætir Bolton um helgina.

Bendtner: Kraftaverk að ég skuli hafa sloppið ómeiddur

Nicklas Bendtner, danski framherjinn hjá Arsenal, segir það hafa verið sannkallað kraftaverk að hann skuli hafa sloppið ómeiddur þegar hann klessukeyrði bílinn sinn um síðustu helgi. Bendtner var á leiðinni á æfingu á sunnudaginn þegar hann missti stjórn á Aston Martin bíl sínum sem fór á steypugirðingu og endaði loks á tré.

Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter

Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter.

Kristinn Steindórsson og Jóhann Laxdal í fyrsta sinn í 21 árs liðinu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir heimaleiki á móti Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir Norður Írum á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og leikur við San Marínó fer síðan fram á Grindavíkurvelli þriðjudaginn 13. október.

Guðjón Þórðarson rekinn frá Crewe

Guðjón Þórðarson var í morgun rekinn sem knattspyrnustjóri enska fótboltafélagsins Crewe Alexandra en kornið sem fyllti mælinn var 3-2 tap liðsins fyrir Bury á þriðjudagskvöldið sem var fjórða tap liðsins í röð í ensku d-deildinni.

Michael Carrick: Við treystum allir Ferguson

Michael Carrick segir allir leikmenn Manchester United treysti og beri virðingu fyrir ákvörðunum stjórans Alex Ferguson. Carrick, sem hefur aðeins byrjað tvo leiki á tímabilinu,var hetja liðsins á miðvikudagskvöldið þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í Meistaradeildinni.

Torres: Ég mun aldrei fara til annars liðs á Englandi

Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn félagsins sem og aðra að hann muni aldrei spila fyrir annað félag á Englandi og sérstaklega ekki fyrir Manchester United. Torres hefur skorað 58 mörk í 93 leikjum síðan að hann kom til Liverpool frá Atletico Madrid árið 2007.

Alonso: Real Madrid getur orðið enn betra

„Hvað varðar úrslit þá getum við ekki beðið um meira en liðið er að bæta sig frá leik til leiks. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og ég er sannfærður um að Real Madrid getur orðið enn betra.

Evrópudeild UEFA: Sigrar hjá Everton og Fulham

Ensku félögin Everton og Fulham unnu bæði sína leiki í Evrópudeild UEFA í kvöld. Everton lenti undir eftir um stundarfjórðung gegn BATE Borisov þegar Dmitri Lihtarovich skoraði fyrir heimamenn og staðan var 1-0 í hálfleik.

Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað

Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu.

Sektaður og fær tveggja leikja skilorðsbundið bann

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók í dag fyrir mál framherjans Emmanuel Adebayor hjá Manchester City sem var kærður fyrir að fagna marki sínu gegn Arsenal beint fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins og þar með ögra þeim.

Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð.

Hægt að kjósa besta leikmann Mónakó-liðins í september

Heimasíða franska liðsins AS Mónakó er þessa stundina að fá gesti síðunnar til þess að kjósa besta leikmann liðsins í september. Kosningin stendur yfir þar til á miðnætti á þriðjudaginn 6.október. Það eru ekki miklar líkur á að okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, fái þó mörg atkvæði enda hefur hann ekki fundið sig í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Óskar Örn áfram hjá KR

Óskar Örn Hauksson skrifaði í hádeginu í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í samtali við Vísi.

GAIS getur misst 9 stig og lent í bullandi fallbaráttu

Athyglisvert mál er komið upp í sænska fótboltanum. Brasilíumaðurinn Wanderson er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildinnar með 16 mörk en nú hefur komið í ljós að atvinnuleyfi hans rann út fyrir tveimur mánuðum. Wanderson er með öðrum orðum ólöglegur í Svíþjóð.

Defoe brákaðist á hendi og fór úr lið á tveimur fingrum

Jermain Defoe, framherji Tottenham, verður ekki með liðinu á móti Bolton um helgina þar sem að komið er í ljós að hann handarbrotnaði í 5-0 sigri á Burnley um síðustu helgi. Defoe gæti einnig misst af næstu verkefnum enska landsliðsins.

Mikilvægur dagur fyrir Emmanuel Adebayor

Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, fær að vita það í dag hvort aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmi hann í leikbann fyrir umdeild fagnaðarlæti sín eftir að hann skoraði á móti sínum gömlu félögum í Arsenal.

Aurelio hefur aldrei séð Benitez svona reiðann

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur líklega aldrei verið reiðari út í sína leikmenn en hann var í tapinu á móti Fioretina í Meistaradeildinni í vikunni. Þessu heldur fram landi hans og leikmaður Liverpool, Fabio Aurelio.

Owen gæti verið frá í þrjár vikur - meiddist á nára

Michael Owen, framherji Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 20 mínútur í 2-1 sigri liðsins á Þýskalandsmeisturum Wolfsburg á Old Trafford í gær. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var í stúkunni og það voru því súr og svekkjandi skrefin sem Owen þurfti að taka þegar hann fór svo snemma af velli.

Prince Rajcomar samdi við ungverskt lið

Prince Rajcomar hefur gert fjögurra ára samning við ungverska félagið Zalaegerszegi TE en þetta kemur fram á síðunni krreykjavik.is í dag. Það gekk lítið upp hjá þessum hollenska framherja sitt eina ár í herbúðum KR en þar á undan lék hann í tvö ár með Breiðabliki.

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

Wenger búinn að setja met hjá Arsenal

Arsene Wenger er nú orðinn sá stjóri sem hefur verið lengst við stjórnvölinn hjá Arsenal. Wenger er nú búinn að sitja í stólnum í meira en þrettán ár og hefur með því bætt met George Allison sem var stjóri Arsenal frá 1934-1947.

Sjá næstu 50 fréttir