Íslenski boltinn

Alfreð Finnboga: Dreymt um þetta lengi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð Finnbogason lyftir bikarnum í leikslok.
Alfreð Finnbogason lyftir bikarnum í leikslok. Mynd/Daníel

„Þetta er alls ekki slæm tilfinning!" sagði sóknarmaðurinn ungi Alfreð Finnbogason eftir sigur Breiðabliks í bikarúrslitunum í dag. Alfreð skoraði bæði mörk Blika í venjulegum leiktíma.

„Manni hefur dreymt um þetta lengi og svo rætist þetta. Það er eiginlega allt í móðu enn. Maður á eftir að líta á þetta eftir einhver ár og sjá hversu mikil snilld þetta er," sagði Alfreð.

„Maður hefur unnið margt í yngri flokkum og það er fín upphitun fyrir þetta. Ég held að þetta sé upphafið að sigurveldi Blika, það er gott að brjóta ísinn," sagði Alfreð en þetta var fyrsti titill Breiðabliks í meistaraflokki karla.

„Það eru margir ungir strákar að koma upp og ef við náum að halda hópnum og bæta nokkrum við þá fáum við áratug Blika."

Alfreð segir að hugur sinn stefni út í atvinnumennsku. „Það er samt enginn heimsendir að taka eitt tímabil í viðbót hérna heima. Ég ætla bara að njóta kvöldsins í kvöld áður en ég skoða það. Það er mjög gott kvöld framundan," sagði Alfreð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×