Íslenski boltinn

Auðun: Ef ég held áfram tökum við þetta á næsta ári

Elvar Geir Magnússon skrifar
Auðun Helgason í bikarúrslitaleiknum í dag,
Auðun Helgason í bikarúrslitaleiknum í dag, Mynd/Daníel

Auðun Helgason gæti hafa spilað sinn síðasta leik í dag þegar Fram tapaði fyrir Breiðabliki í úrslitaleik VISA-bikarsins.

„Er þetta ekki bara komið gott? Ég veit það ekki. Sjáum aðeins til með það. Ég ætlaði að lyfta bikarnum og hætta bara. Samningurinn minn er að renna út og ég sé til næstu daga og vikur hvað ég geri. Ef ég held áfram þá tökum við þennan bikar bara á næsta ári."

„Þetta eru gríðarlega vonbrigði. Blikarnir voru mjög taugaveiklaðir í byrjun leiks og við hefðum átt að nýta það," sagði Auðun.

„Þessi tvö lið hafa verið hörkujöfn í allt sumar og enduðu á nánast sama stað í deildinni. Þetta sveiflaðist fram og til baka í þessum leik en ég hélt að við yrðum ofan á þegar staðan var 2-1."

„Þegar komið er út í vítaspyrnukeppni þá eru það æðri máttarvöld sem taka við. Blikar eru alveg vel að þessu komnir en það hefðum við líka verið. Maður óskar bara Breiðablik til hamingju með bikarinn 2009."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×