Fleiri fréttir

Brasilía marði Belgíu

Í morgun fór boltinn að rúlla í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking. Beðið var með eftirvæntingu eftir leik Brasilíu og Belgíu enda Brasilíumenn með marga þekkta leikmenn í sínu liði.

Sonur Beckham erfir aukaspyrnutæknina

Romeo Beckham vakti mikla athygli í knattspyrnuskóla í Bandaríkjunum þegar kom að því að taka aukaspyrnur. Þessi fimm ára sonur David Beckham þótti minna mjög á föður sinn þegar kom að því að spyrna.

Tékki dæmir FH - Aston Villa

Eins og kunnugt er mætast FH og enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst næstkomandi.

Villa að fá Young og Shorey

Aston Villa er að styrkja sig með tveimur leikmönnum. Félagið er að ganga frá kaupum á Luke Young frá Middlesbrough og Nicky Shorey frá Reading.

Coloccini á leið til Newcastle

Argentínumaðurinn Fabricio Coloccini er á leið til Newcastle. Frá þessu er greint á vefsíðu Deportivo La Coruna á Spáni en þar lék Coloccini.

Clattenburg í skuldafeni

Enski knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg hefur verið settur í tímabundið bann af enska knattspyrnusambandinu. Ástæðan er að rannsókn er hafin á skuldum fyrirtækja sem tengjast honum.

Ferguson með áhyggjur af sóknarleiknum

„Þetta er áhyggjuefni," sagði Sir Alex Ferguson um vandræði Manchester United í fremstu víglínu. Sem stendur er Carlos Tevez eini reyndi sóknarmaðurinn sem er leikfær.

Eiður lék hálfleik í nótt

Eiður Smári Guðjohnsen lék seinni hálfleikinn fyrir Barcelona í nótt þegar liðið vann 6-2 sigur á New York Red Bulls. Þetta var síðasti æfingaleikur spænska liðsins en framundan eru opinberir leikir.

Johnson kominn til Fulham

Enski sóknarmaðurinn Andrew Johnson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Fulham. Kaupverðið á þessum 27 ára leikmanni er ekki gefið upp en hann kemur frá Everton.

Keflavík vann nauman sigur á HK

Fjórir leikir fóru fram í þrettándu umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. FH og Keflavík unnu bæði sína leiki.

Gautaborg úr leik í Meistaradeildinni

Íslendingaliðið IFK Gautaborg datt í kvöld úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Wisla Krakow mætir Barcelona í þriðju umferð keppninnar.

Ólympíuörlög Messi í höndum Barcelona

Alþjóðlegi íþróttaáfrýjunardómstóllinn komst að þeirri niðiurstöðu í dag að Barcelona væri heimilt að koma í veg fyrir að Lionel Messi leiki með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Sir Alex ánægður með hópinn

Það stefnir allt í að Manchester United muni hefja komandi tímabil með sama leikmannahóp og varð Englands- og Evrópumeistari á síðasta tímabili.

Dýrt Ljungberg-ár fyrir West Ham

Freddie Ljungberg er farinn frá West Ham eftir aðeins eitt ár hjá félaginu. Við riftun samnings hans í dag fékk hann samkvæmt heimildum enskra miðla sex milljónir punda.

Ljungberg farinn frá West Ham

West Ham United og Fredrik Ljungberg hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann er því laus allra mála en talið er að Roma og Olympiakos hafi áhuga á honum ásamt fjölda annarra liða.

Thaksin ekki að fara að selja

Manchester City hefur neitað þeim orðrómi að eigandinn Thaksin Shinawatra sé að fara að selja félagið. Nokkrir enskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að þessi fyrrum forsætisráðherra Tælands hefði sett félagið á sölulista.

Þróttarar vængbrotnir í kvöld

Þróttarar heimsækja topplið FH í Landsbankadeild karla í kvöld. Nokkrir af lykilmönnum Þróttaraliðsins taka út leikbann í leiknum sem hefst klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli.

Danny Shittu til Bolton

Bolton Wanderers hefur keypt varnarmanninn Danny Shittu frá Watford. Shittu er miðvörður en hann er þriðji leikmaðurinn sem Gary Megson kaupir í sumar.

Zuberbuhler til Fulham

Það verður hörð barátta um markmannsstöðuna hjá Fulham á komandi tímabili. Liðið hefur samið við svissneska markvörðinn Pascal Zuberbuhler til eins árs.

Yngri bróðir Roque Santa Cruz til Blackburn

Blackburn hefur samið við hinn átján ára Julio Santa Cruz, yngri bróðir paragvæska sóknarmannsins Roque Santa Cruz. Julio kemur frá liði Cerro Porteno í heimalandinu.

Arca frá í sex vikur

Miðjumaðurinn Julio Arca leikur ekki næstu sex vikurnar vegna meiðsla. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Middlesbrough en Arca var borinn af velli í æfingaleik gegn Hibernian um helgina.

Ísland upp um eitt sæti

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið.

Tveir mánuðir í Kenwyne Jones

Sunderland vonast til að sóknarmaðurinn Kenwyne Jones muni snúa eftir eftir tvo mánuði. Hann gekkst undir aðgerð á hné eftir meiðsli sem hann hlaut í leik Trinidad & Tobago gegn Englandi í byrjun júní.

Mikil endurnýjun í dómgæslunni á Íslandi

Athyglisvert að á þremur af fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla eru aðaldómarar sem eru á sínu fyrsta ári í deildinni. Þá er dómarinn á leik Keflavíkur og HK, Þorvaldur Árnason, að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.

Messi ekki á Ólympíuleikunum

Þrjú félagslið unnu í dag áfrýjanir til að hindra leikmenn sína í að taka þátt í Ólympíuleikunum. Því mun Lionel Messi, leikmaður Barcelona, ekki leika með argentínska liðinu á leikunum.

Kanu framlengir við Portsmouth

Nígeríski framherjinn Nwankwo Kanu hefur framlengt samning sinn við ensku bikarmeistarana í Portsmouth um eitt ár.

Rangers úr leik í Meistaradeildinni

Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í forkeppni Meistardeildar Evrópu í dag er skoska stórliðið Glasgow Rangers varð að játa sig sigrað fyrir FBK Kaunas frá Litháen.

Begiristain vill fá niðurstöðu í mál Eto'o

Txiki Begiristain, yfirmaður tæknimála hjá Barcelona, vill helst fá niðurstöðu um hvort Samuel Eto'o verði áfram hjá félaginu áður en forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst.

Tveir í leikbann

Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru í dag dæmdir í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Wilhelmsson fær 1,7 milljarða í Sádí Arabíu

Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson gerði í dag fjögurra ára samning við Al Hilal í Sádí Arabíu og mun fá rúma 1,7 milljarða í laun ef hann stendur við samninginn.

Íslendingaslagnum frestað

Viðureign Djurgården og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna úrhellisrigningar.

Ármann Smári skaut Brann áfram

Ármann Smári Björnsson var hetja Brann í dag þegar hann skaut liðinu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann tapaði fyrir Ventspils frá Lettlandi 2-1 en komst áfram á útivallarmarki.

Roma staðfestir áhuga á Benayoun

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, hefur staðfest að Yossi Benayoun sé á óskalista sínum. Ísraelski landsliðsmaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu.

Sjá næstu 50 fréttir