Enski boltinn

Danny Shittu til Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Danny Shittu.
Danny Shittu.

Bolton Wanderers hefur keypt varnarmanninn Danny Shittu frá Watford. Shittu er miðvörður en hann er þriðji leikmaðurinn sem Gary Megson kaupir í sumar.

Shittu á reyndar eftir að semja um kaup og kjör við Bolton en það er talið formsatriði að klára það. Hann lék 75 leiki með Watford á tveimur árum eftir að hafa komið frá Queens Park Rangers.

Megson hefur þegar keypt Johan Elmander og Fabrice Muamba. Óvissa ríkir hinsvegar um framtíð Abdoulaye Meite.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×