Enski boltinn

Thaksin ekki að fara að selja

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thaksin Shinawatra.
Thaksin Shinawatra.

Manchester City hefur neitað þeim orðrómi að eigandinn Thaksin Shinawatra sé að fara að selja félagið. Nokkrir enskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að þessi fyrrum forsætisráðherra Tælands hefði sett félagið á sölulista.

Thaksin keypti félagið síðasta sumar og hefur eytt miklum fjármunum í það. Hann ræddi við stjórnarmenn City í dag og sagðist ekki vera á leið að selja félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×