Fleiri fréttir

KSÍ kom í veg fyrir sögulegan landsleik

KSÍ kom í veg fyrir að feðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen léku saman í landsleik fyrir tólf árum að sögn fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í heimildaþættinum 10 bestu á Sport 2 sjónvarpsrásinni í kvöld.

Sjö leikmenn í Landsbankadeild dæmdir í bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði nú síðdegis. Sjö leikmenn úr Landsbankadeildinni fengu leikbann, þar á meðal Stefán Þórðarson hjá ÍA sem var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu og var því dæmdur í tveggja leikja bann.

David Villa afgreiddi Rússa

Spánverjar unnu Rússa í fyrsta leik D-riðils Evrópumótsins í dag. David Villa fór á kostum í leiknum og skoraði þrennu fyrir Spán í 4-1 sigri.

Arsenal vann baráttuna um Ramsey

Aaron Ramsey er á leið til Arsenal frá Cardiff en þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Everton voru einnig á eftir þessum efnilega sautján ára leikmanni.

Aron Einar í viðræður við Coventry

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson er líklega á leið til Coventry sem leikur í ensku 1. deildinni. Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur samþykkt tilboð frá enska félaginu í Aron.

Rozehnal semur við Lazio

Lazio hefur gengið frá kaupum á tékkneska landsliðsmanninum David Rozehnal sem hefur verið í láni þar frá Newcastle síðan um áramótin.

Adolf fékk gat á lunga

Adolf Sveinsson fékk gat á annað lungað í leik Fylkis og Þróttar í síðustu viku og er óvíst með batahorfur.

Chelsea sagt hafa ráðið Scolari

Enska dagblaðið Daily Mail heldur því fram í dag að félagið hafi ráðið nýjan knattspyrnustjóra í síðustu viku. Allt bendi til þess að það sé Luiz Felipe Scolari.

Deco enn óákveðinn

Deco, leikmaður portúgalska landsliðsins og Barcelona, er enn óákveðinn hvort hann vilji ganga til liðs við Chelsea eða Inter Milan.

Benzema hrifinn af Real Madrid

Franski landsliðsmaðurinn Karim Benzema hefur gefið til kynna að það myndi vekja áhuga hans að spila með Real Madrid í framtíðinni.

Guðmundur fær markið (myndband)

Guðmundur Steinarsson fær síðara mark sitt í leik Keflavíkur og KR skráð á sig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni KR á leið í markið.

United hefur engin sönnunargögn

Roman Calderon, forseti Real Madrid, segir að Manchester United hafi engin sönnunargögn fyrir því að félagið hafi hagað sér ósæmilega í tengslum við áhuga þess á Cristiano Ronaldo.

Markið hans Nistelrooy var löglegt

Mörgum brá í brún þegar að dómarar leiks Ítalíu og Hollands á EM í gær leyfðu fyrsta marki leiksins, sem Ruud van Nistelrooy skoraði, að standa.

Brann á eftir Rúrik

Norska úrvalsdeildarliðið Brann er á eftir Rúrik Gíslasyni, leikmanni danska liðsins Viborg sem í vor féll úr dönsku úrvalsdeildinni.

Afsökunarbeiðni frá Buffon

Gianluigi Buffon, markvörður Ítalíu, hefur beðið ítalska stuðningsmenn afsökunar eftir frammistöðu liðsins gegn Hollandi í kvöld. Holland vann 3-0 en Buffon bar fyrirliðaband ítalska liðsins í leiknum.

Hollendingar fóru illa með heimsmeistarana

Holland vann Ítalíu 3-0 í dauðariðli Evrópumótsins í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur, hiklaust skemmtilegasti leikur mótsins til þessa. Hollenska liðið sýndi frábæra spilamennsku og að það er til alls líklegt á mótinu.

Zoltan Gera til Fulham

Zoltan Gera hefur ákveðið að yfirgefa West Bromwich Albion og ganga til liðs við Fulham. Þetta staðfestir knattspyrnustjóri WBA, Tony Mowbray.

Thuram setti leikjamet

Lilian Thuram setti met þegar hann lék með franska landsliðinu gegn Rúmeníu í dag. Þetta var fimmtándi leikur hans í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða en enginn annar leikmaður hefur leikið svo marga leiki á mótinu.

Blackburn vill ekkert segja um Shearer

Yfir 40 umsóknir hafa borist til Blackburn Rovers varðandi stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu. Blackburn vill þó ekkert gefa út varðandi það hvort Alan Shearer hafi verið þar á meðal.

Hafþór og Albert Brynjar í hópinn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á fimmtudag kl. 19:15. Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.

Þjóðverjar handteknir eftir nasistahróp

157 stuðningsmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu voru handteknir í Klagenfurt í Austurríki í gær þar sem leikur Þýskalands og Póllands fór fram.

Gunnar Már: Davíð átti ekki að fá rautt

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, segir að það hafi verið rangur dómur að gefa FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni rautt spjald í leik liðanna í gær.

FH og Keflavík að stinga af?

Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni.

Tvöfalt fleiri rauð spjöld en í fyrra

Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla en þau hafa alls verið sextán það sem af er mótinu. Það er tvöfalt fleiri brottvísanir að meðaltali frá síðasta ári.

Rauði baróninn stendur undir nafni

Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met“ hjá Garðari.

Podolski sá um Pólverja

Framherjinn Lukas Podolski, sem fæddist í Póllandi, tryggði Þjóðverjum sigur á Pólverjum í síðari leik dagsins í B-riðlinum á EM. Podolski skoraði bæði mörk Þjóðverja í 2-0 sigri.

Theodór tryggði Lyn sigur

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason skoraði sigurmark Lyn í dag þegar liðið lagði Molde 1-0 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni. Theodór spilaði allar 90 mínúturnar í leiknum líkt og félagi hans Indriði Sigurðsson.

Króatar unnu nauman sigur á Austurríki

Króatar voru ekki sérlega sannfærandi í fyrsta leik sínum á EM í dag en unnu þó 1-0 sigur á baráttuglöðum Austurríkismönnum sem eru gestgjafar keppninnar ásamt Svisslendingum.

Átta rauð spjöld í leikjum dagsins

Það var sannarlega mikið fjör í leikjum dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Sex vítaspyrnur voru dæmdar í leikjunum fimm og átta menn fengu að líta rauð spjöld.

Keflavík lagði KR í frábærum leik

Toppliðin FH og Keflavík unnu leiki sína í dag þegar sjötta umferð Landsbankadeildarinnar kláraðist með fimm leikjum. Leikur Keflavíkur og KR var sannkölluð flugeldasýning og lauk með 4-2 sigri heimamanna.

Riise orðaður við Roma

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool er nú sterklega orðaður við Roma á Ítalíu. Talið er víst að Norðmaðurinn fari frá Liverpool í sumar en fregnir herma að Roma sé líklegra til að næla í hann en Lazio og Newcastle sem einnig hafa áhuga á honum. Þá hefur sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá West Ham einnig verið orðaður við Roma.

Capello: Van Basten sá besti

Fabio Capello segir að landsliðsþjálfari Hollendinga, Marco van Basten, sé besti framherji sem hann hefur þjálfað á ferlinum.

City gefið leyfi til að ræða við Ronaldinho

Manchester City hefur fengið leyfi frá Barcelona til að ræða við brasilíska framherjann Ronaldinho. Forráðamenn City hafa staðfest þetta, en vilja annars lítið tjá sig um málið. Þeir segja þó að Brasilíumaðurinn hafi áhuga á að ganga í raðir City.

Sjá næstu 50 fréttir