Fótbolti

Capello hefði orðið góður fangavörður

Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala, segist hafa lært mikið af því að spila undir stjórn Fabio Capello á sínum tíma.

Donadoni skýrði í dag frá aðdáun sinni á enska landsliðsþjálfaranum í viðtali við ítalska fjölmiðla.

"Capello er frábær þjálfari og það var hann sem kynnti mig almennilega fyrir taktík. Ég reyni sjálfur að eiga gott samband við leikmenn mína, en Capello er ekki þannig. Hann er nagli og ég held að hann hefði orðið góður fangavörður," sagði Donadoni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×