Fótbolti

Króatar unnu nauman sigur á Austurríki

Modric skoraði sigurmark Króata
Modric skoraði sigurmark Króata AFP

Króatar voru ekki sérlega sannfærandi í fyrsta leik sínum á EM í dag en unnu þó 1-0 sigur á baráttuglöðum Austurríkismönnum sem eru gestgjafar keppninnar ásamt Svisslendingum.

Það var Tottenham-leikmaðurinn Luca Modric sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu strax í upphafi eftir að Rene Aufhauser braut klaufalega á Ivica Olic í teignum.

Austurríkismennirnir hresstust eftir að hafa fengið á sig markið og tóku öll völd á vellinum eftir því sem leið á leikinn. Þrátt fyrir stífa pressu náðu heimamenn ekki að jafna leikinn, en Króatarnir geta í raun þakkað fyrir að sleppa með þrjú stig.

Þjóðverjar og Pólverjar mætast í síðari leik dagsins í B-riðli seinna í kvöld eða klukkan 18:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×