Fleiri fréttir

Chimbonda að framlengja

Franski varnarmaðurinn Pascal Chimbonda er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Tottenham. Þessi 28 ára leikmaður á einn landsleik að baki en hann var keyptur til Tottenham frá Wigan í ágúst 2006.

Vantar lítið upp á hjá ÍA

Bjarni Guðjónsson, miðjumaður ÍA, segir í viðtali við heimasíðu félagsins að lítið vanti upp á hjá félaginu svo það geti gert atlögu að toppi Landsbankadeildarinnar. Skagamenn náðu þriðja sætinu í sumar, mörgum að óvörum.

Enn nokkur bið eftir Ballack

Enn er talsvert í að Michael Ballack snúi aftur á knattspurnuvöllinn. Hans-Wilhelm Mueller-Wohlfahrt, læknir þýska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í dag að enn væri nokkur bið í að Ballack jafni sig af meiðslum en engin tímasetning er komin á það.

Garðar og Stefán skoruðu

Íslendingarnir í Norrköping höfðu báðir skotskóna meðferðis þegar liðið heimsótti Örgryte í kvöld. Norrköping vann 5-0 sigur en Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö af mörkunum og Stefán Þórðarson eitt.

Mikilvægt að fá Hermann inn

„Hermann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hann bætir liðsandann og ef illa gengur drífur hann menn áfram," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Stöð 2. Á morgun leikur Ísland gegn Liechtenstein í undankeppni EM.

Giggs búinn að framlengja

Ryan Giggs, vængmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn er út næsta tímabil, til sumarsins 2009. Giggs er 33 ára og hefur eytt öllum atvinnumannaferlinum hjá félaginu.

Ísland - Liechtenstein á morgun

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Tekur tíma að jafna sig á þessu

„Þetta er alveg skelfilegt. Það mun taka okkur tíma að jafna sig á þessu," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara kvennaliðs Vals, í samtali við Vísi. Valsstúlkur féllu úr leik í Evrópukeppninni en þær töpuðu fyrir Everton í dag.

Valsstelpur sitja eftir

Kvennalið Vals náði ekki að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppni kvenna. Belgíska liðið Wezemaal náði óvænt jafntefli gegn Frankfurt, einu sterkasta félagsliði heims í kvennaflokki.

Lúkas: Ánægður með framfarirnar

Lúkas Kostic, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, var ánægður með framfarir á leik íslenska liðsins en óánægður með úrslitin gegn Austurríki í dag.

Toshack ósáttur við leikmenn sína

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur látið leikmenn sína heyra það. Hann segir að þeir séu áhugalausir og það skipti þá engu að spila fyrir þjóð sína.

John Terry líklega ekki með á morgun

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, verður líklega ekki með enska landsliðinu í leiknum gegn Rússlandi í Moskvu á morgun. Hné hans læstist á æfingu í dag og þurfti hann að hætta.

Valur tapaði fyrir Everton

Valur tapaði í dag fyrir Everton í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fór fram í Belgíu.

Kristján Hauksson til Vals

Kristján Hauksson mun vera á leið til Íslandsmeistara Vals frá öðru Reykjavíkurfélagi, Fram.

Krefst þess að fá einkaþjálfara

Viðræður Alessandro del Piero við stjórnarmenn Juventus þokast hægt áfram. Del Piero er kominn af sínu léttasta skeiði en vill alls ekki taka á sig launalækkun. Þá ber hann fram kröfur sem menn eru ekki ánægður með.

Barcelona nálgast undrabarn

Barcelona er talið nálægt því að krækja í Mauro Icardi frá spænska liðinu Vecindario. Icardi er aðeins fjórtán ára gamall en hefur vakið gríðarlega athygli fyrir hæfileika sína.

U21 liðið mætir Austurríki á morgun

Íslenska U21 landsliðið leikur á morgun fjórða leik sinn í undankeppni Evrópumótsins. Liðið tekur þá á móti toppliði riðilsins, Austurríki, en leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 15:00.

Chelsea hefur ekki boðið í Kaka

AC Milan segir ekkert til í þeim sögusögnum að Chelsea hafi gert tilboð í brasilíska snillinginn Kaka. Slúðurblöð á Englandi hafa sagt frá því að Chelsea hafi verið með 100 milljóna punda boð í burðarliðnum.

Terry æfði í dag

John Terry æfði með enska landsliðinu í dag en framundan er leikur gegn Rússlandi á miðvikudag. Þetta eru gleðitíðindi fyrir England en Terry missti af leiknum gegn Eistlandi um helgina vegna meiðsla í hné.

Fyrsti sigur Lúxemborgar í tólf ár

Íbúar Lúxemborgar fagna nú fyrsta sigri landsliðsins í undankeppni stórmóts í tólf ár eftir að liðið lagði Hvíta Rússland á heimavelli um helgina, 1-0.

Shearer: Owen er ánægður

Alan Shearer gefur lítið fyrir þær sögusagnir um að Michael Owen sé óánægður hjá Newcastle og vilji burt.

Emil meðal bestu nýliða á Ítalíu

Gazetta dello Sport, stærsta íþróttarit Ítalíu, hefur útnefnt Emil Hallfreðsson, leikmann Reggina, sem einn af ellefu bestu nýliðum ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Baldur fer ekki í atvinnumennsku

Baldur Aðalsteinsson, leikmaður Vals, hyggst ekki reyna fyrir sér í atvinnumennsku og mun spila hér á landi næsta sumar.

Grétar líklega ekki með gegn Liechtenstein

Bjarni Jóhannsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir það afar ólíklegt að Grétar Rafn Steinsson verði með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein á miðvikudag.

Enska vörnin sú besta í Evrópu

Landslið Englands hefur mátt sæta mikillar gagnrýni að undanförnu heima fyrir en ekki er hægt að þræta fyrir að vörn liðsins hefur staðið sig vel.

Keegan hættur þjálfun

Kevin Keegan segist ekki búast við því að hann muni taka við knattspyrnustjórn félagsliðs á nýjan leik.

Markalaust hjá Brössum

Brasilía og Kólumbía hófu í gær leik í undankeppni HM 2010 er liðin gerðu markalaust jafntefli í Kólumbíu.

U19 landsliðið vann Belga

Íslenska U19 landsliðið náði heldur betur að snúa við blaðinu í kvöld. Eftir að hafa tapað illa 5-1 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í undanriðli fyrir Evrópumótið vann það Belga 3-1 í kvöld.

Cannavaro yngri í landsliðið

Paolo Cannavaro var í dag valinn í ítalska landsliðshópinn í fyrsta sinn. Paolo er bróðir Fabio Cannavaro, fyrirliða landsliðsins, og leikur með Napoli. Mun hann taka þátt í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku á miðvikudag.

Cole ekki með gegn Rússum

Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, verður ekki með Englandi sem leikur gegn Rússlandi á miðvikudag. Cole var borinn af velli vegna ökklameiðsla í 3-0 sigurleik Englands gegn Eistlandi í gær.

Þorvaldur nýr þjálfari Fram

Framarar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram. Þetta kemur lítið á óvart en Vísir greindi frá því fyrir helgi að hann yrði næsti þjálfari Safamýrarliðsins.

Sissoko fær stuðning Benítez

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist handviss um að Mohames Sissoko fari aftur að sýna sínar bestu hliðar innan skamms. Sissoko hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir dapra frammistöðu í upphafi tímabils.

Englendingar spila á martraðavelli

Skoski sóknarmaðurinn Garry O'Connor segir það martröð að spila á Luzhniki vellinum í Rússlandi. Enska landsliðið leikur gegn heimamönnum á þeim velli næsta miðvikudag en um er að ræða gervigrasvöll.

Sjá næstu 50 fréttir