Fleiri fréttir Framtíð Drogba óráðin Framherjinn Didier Drogba hefur látið í það skína í viðtölum að hann sé jafnvel að hugsa sér að fara frá Chelsea. Vitað er að hann er eftirsóttur af stórliðum Evrópu og í viðtali við The Sun í dag segir markaskorarinn framtíð sína óráðna með öllu. 17.7.2007 13:25 United gerði jafntefli við japönsku meistarana Manchester United spilaði í dag æfingaleik við japönsku meistarana í Urawa Reds og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Darren Fletcher og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk enska liðsins fyrir framan rúmlega 58,000 áhorfendur í Tókíó. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 2-2 á 78. mínútu eftir að hafa náð forystu snemma leiks. 17.7.2007 13:18 Beckham tæpur gegn Chelsea Óvíst er hvort David Beckham geti spilað með LA Galaxy þegar það mætir Chelsea í æfingaleik á laugardaginn. Leiksins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Bandaríkjunum því hann átti að vera frumraun Beckham með liði sínu LA Galaxy. Ökklameiðsli Beckhams hafa tekið sig upp að nýju og hefur hann lítið geta beitt sér á æfingum enn sem komið er. 17.7.2007 13:08 Við lítum á þetta sem tapaðan leik HK og Víkingur náðu bæði í langþráð stig í 2-2 jafntefli liðanna í Landsbankadeildinni í gær. Víkingar komust í 2-0 og fengu mörg færi til að skora fleiri mörk en HK sýndi mikinn karakter í að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér stigið. 17.7.2007 10:15 Mido hugsanlega á leiðinni til Birmingham Egypski framherjinn Mido, er á leiðinni til Birmingham frá Tottenham á láni í eitt ár. Þetta segir hann við vefsíðuna FilGoal í heimalandi sínu. Mido hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Tottenham vegna komu Darren Bent frá Charlton. 17.7.2007 09:14 Aftaka hjá Blikum í Árbæ Óhætt er að segja að fyrstu tíu mínútur leiks Fylkismanna og Breiðabliks hafi verið algerlega á skjön við það sem síðar kom. Fylkismenn byrjuðu betur og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Blika. Þá fannst fyrirliðanum Arnari Grétarssyni, nóg komið og tók leikinn í sínar hendur. 17.7.2007 07:00 Brassar eru komnir með fast tak á Argentínumönnum Argentína náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu í Suður-Ameríkukeppninni og steinlá 3-0 fyrir Brasilíu í úrslitaleiknum. 17.7.2007 04:00 Valsmenn færast nær meisturunum Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. 17.7.2007 03:00 Platini afhendir bikarinn Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslitakeppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun. 17.7.2007 02:00 Húsleit hjá Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun Lögreglan í Englandi gerði húsleit hjá þremur knattspyrnuliðum, Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun vegna gruns um spillingu. Lögreglan staðfestir að húsleitir hafi verið framkvæmdar í morgun, en tekur fram að málið tengist ekki skýrslu Stevens lávarðs. 16.7.2007 14:54 Harewood í samningsviðræðum við Aston Villa Enska Úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í viðræðum við framherjann Marlon Harewood um hugsanlegan flutning leikmannsins til Villa frá West Ham. Þetta er staðfest á vefsíðu SkySports. Harewood hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa West Ham þar sem hann er ekki í framtíðaráætlunum Alan Curbishley, framkvæmdastjóra liðsins. 16.7.2007 14:03 Þrír leikir í Landsbankadeild karla í kvöld Tíunda umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður kláruð í kvöld með þremur leikjum. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, Víkingur mætir HK í Kópavogi og Fram tekur á móti Val í Reykjavíkurslag. 16.7.2007 13:30 Madrid gerir tilboð í Robben Real Madrid hefur lagt fram tilboð hollenska vængmannin Arjen Robben hjá Chelsea, samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Spænsku meistararnir hafa verið mikið orðaðir við Robben í sumar, og nú hafa þeir boðið 13,5 milljónir punda í leikmanninn. 16.7.2007 11:20 Brasilía sigraði Argentínu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppnarinnar Brasilía tryggði sér sigur í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld með 3-0 sigri á Argentínu í úrslitaleik keppnarinnar. Julio Baptista og Daniel Alves skoruðu fyrir Brasilíu auk þess sem Roberto Ayala, varnarmaður Argentínu, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. 15.7.2007 23:06 Jafntefli í Keflavík Leik Keflavíkur og KR í Landsbankadeild karla var að ljúka með jafntefli, 1-1. Markalaust var í hálfleik, en Rúnar Kristinsson misnotaði vítaspyrnu fyrir KR í fyrri hálfleik. Símun Eiler Samuelsen kom heimamönnum yfir á 78. mínútu en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR-inga á 83. mínútu. 15.7.2007 21:11 Guðjón tekur ekki til greina að leikur ÍA og Keflavíkur verði endurtekinn Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, segir það ekki koma til greina að endurtaka umdeildan leik ÍA og Keflavíkur. Í leiknum skoraði Bjarni Guðjónsson umdeildasta mark sumarsins sem tryggði ÍA sigur á Keflavík. 15.7.2007 19:12 Úrslitaleikur Copa America fer fram í kvöld Brasilía og Argentína mætast í draumaúrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins í kvöld. Dunga, þjálfari Brasilíu segir ljóst að Argentína sé sigurstranglegra liðið en Brasilíumenn ætli sér að spila með hjartanu. 15.7.2007 16:39 Malouda byrjar vel hjá Chelsea Florent Malouda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með prýði. Í æfingaleik gegn Club America lenti Chelsea undir áður en Malouda skoraði glæsilegt mark á 75 mínútu. Níu mínútum síðar átti Malouda ágæta fyrirgjöf á fyrirliðann John Terry, sem tryggði Chelsea sigur með skallamarki. 15.7.2007 15:35 Peter Crouch kostar 20 milljónir punda Forráðamenn Liverpool hafa gefið það út að liðið muni ekki selja Peter Crouch fyrir minna en 20 milljónir punda. Þetta kemur í kjölfar þess að Aston Villa, Newcastle og Manchester City hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum. 15.7.2007 14:36 Newcastle og Chelsea á eftir Cannavaro Ensku Úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle eru nú að berjast um þjónustu Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, en þessar fréttir koma í kjölfar þess að nýr þjálfari Real, Bernd Schuster, hefur sagt að ekki væri þörf fyrir Cannavaro lengur hjá liðinu. 15.7.2007 14:25 Lið Mexíkó hirti bronsið Mexíkó tryggði sér í kvöld þriðja sætið í Suður-Ameríkubikarnum með 3-1 sigri á Úrúgvæ. Úrúgvæ komst yfir í leiknum en Mexíkó jafnaði fyrir hlé. Tvö glæsileg mörk í seinni hálfleik gerðu út um leikinn og Mexíkómenn hirtu bronsið. 14.7.2007 23:12 Mexíkó og Úrúgvæ keppa um bronsið í kvöld Mexíkó og Úrúgvæ leika í kvöld um þriðja sætið í Suður-Ameríkubikarnum. Á morgun spila svo Brasilía og Argentína um gullið. Mexíkó tapaði 3-0 fyrir Argentínu í undanúrslitum en Úrúgvæ voru óheppnir að tapa fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 20:50. 14.7.2007 19:57 Mancini orðaður við Liverpool Liverpool eru orðaðir við kaup á Alessandro Mancini, leikmann Roma samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Gilmar Veloz. Mancini átti frábært tímabil með Roma á síðasta tímabili. Veloz segir að hann hafi talað við Rafa Benitez, framkvæmdastjóra Liverpool, en tekur það fram að engar samningsviðræður hafi átt sér stað á milli liðanna. 14.7.2007 19:18 Skagamenn sóttu stig í Kaplakrikann Leik FH og ÍA í Landsbankadeild karla var að ljúka. Leikurinn endaði 1-1. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir á 7. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það var svo Ellert Jón Björnsson sem jafnaði fyrir skagamenn á 79. mínútu. 14.7.2007 17:33 Æfingaleikir ensku Úrvalsdeildarliðanna Nokkur Úrvalsdeildarlið eru byrjuð að spila æfingaleiki til að stilla lið sín fyrir komandi átök í deildinni. West Ham, Arsenal, Liverpool, Portsmouth, Manchester City og Bolton sigruðu öll leiki sína í gær. Sven-Göran Erikson stjórnaði City til sigurs gegn Doncaster í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri. 14.7.2007 17:29 Mourinho býst ekki við að kaupa fleiri leikmenn José Mourinho segir að kaupin á Florent Malouda séu sennilega síðustu kaup Chelsea í sumar. Mourinho kvartaði sáran yfir að vera með of lítinn hóp á síðasta tímabili þegar mikið var um meiðsli innan liðsins, og því var búist við að hann myndi kaupa marga leikmenn í sumar. 14.7.2007 17:02 U19: Styttist í Evrópumót kvennalandsliða Nú eru aðeins fjórir dagar þar til Evrópumót kvennalandsliða undir 19 ára hefst hér á landi. Þetta er stærsta verkefni sem knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í. Opnunarleikur Íslands og Noregs verður í Laugardalnum á miðvikudaginn. 14.7.2007 16:26 City kaupir Svisslending fyrir metupphæð Enska Úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur landað hinum efnilega Gelson Fernandes, 20 ára svissneskum miðjumanni. City keypti leikmanninn frá Sion fyrir 3,8 miljónir punda sem er met í svissnesku deildinni. 14.7.2007 14:38 Fer Shevchenko aftur til A.C. Milan? Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ætlar að tala við Andriy Shevchenko áður en ákveðið verður hvort að leikmaðurinn verði seldur aftur til A.C. Milan með miklu tapi. Shevchenko var keyptur til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil fyrir 30 milljónri punda. 14.7.2007 14:24 David Beckham tók við Galaxy-treyju nr 23 Knattspyrnugoðið David Beckham og Victoria kona hans komu til Los Angeles í nótt. Beckaham tók við treyju númer 23 úr hendi forráðamanna knattspyrnufélagsins LA Galaxy á fréttamannafundi núna síðdegis. 13.7.2007 17:12 Umboðsmaður: Ljungberg spilar ekki með öðru liði á Englandi Freddie Ljungberg, miðjumaður Arsenal, fer ekki til annars liðs í Úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans, Claes Elefalk. Allt lítur út fyrir að leikmaðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar og hafa lið Manchester City og Sunderland verið orðuð við leikmanninn. 13.7.2007 16:45 Liverpool kaupir Babel Liverpool hefur klófest hollenska landsliðsmanninn Ryan Babel frá Ajax og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið. Talið er að Liverpool pungi út 11,5 milljónum punda fyrir leikmanninn. 13.7.2007 14:05 AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum. 13.7.2007 13:00 Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik. 13.7.2007 12:35 Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez. 13.7.2007 09:29 Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val. 12.7.2007 22:11 Boulahrouz lánaður til Sevilla Varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz hjá Chelsea hefur verið lánaður til Sevilla á Spáni. Boulahrouz var keyptur til Chelsea fyrir 7 miljónir punda á síðustu leiktíð en féll úr náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra. Talið er að þessi viðskipti Chelsea og Sevilla gætu orðið til að greiða leið bakvarðarins Daniel Alves til Chelsea frá Sevilla, en félögin eru í viðræðum um hann þessa dagana. 12.7.2007 21:50 Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America. 12.7.2007 19:49 Benayoun semur við Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gekk í dag frá kaupum á ísraelska miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir um 5 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Benayoun er 25 ára gamall og hefur Rafa Benitez stjóri Liverpool verið lengi með augun á honum. 12.7.2007 19:29 250.000 treyjur þegar pantaðar hjá LA Galaxy Forseti bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy segir að stuðningsmenn liðsins hafi þegar pantað yfir 250.000 treyjur í kjölfar komu David Beckham til Los Angeles á morgun. Það er ekki síður áhugavert þegar tekið er tillit til þess að stuðningsmennirnir höfðu ekki séð hvernig nýju treyjurnar litu út áður en þeir pöntuðu þær. 12.7.2007 15:50 Ajax samþykkir tilboð Liverpool í Babel Hollenska félagið Ajax hefur nú loksins komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á útherjanum Ryan Babel. Sagt er að kauvirðið sé 17 milljónir evra og að Babel muni skrifa undir fimm ára samning við enska félagið. 12.7.2007 15:45 Beckham-hjónin keyptu upp fyrsta farrými David og Victoria Beckham eru nú á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þar sem þau hafa keypt upp allt fyrsta farrými í vélinni sem flytur þau til Los Angeles. Þar mun Beckham verða tilkynntur sem leikmaður LA Galaxy með mikilli viðhöfn á morgun. Sky sjónvarpsstöðin fylgist með hverju spori þeirra hjóna á leiðinni til Bandaríkjanna og nokkur seinkun hefur orðið á fluginu vestur um haf í dag. 12.7.2007 15:16 Fowler í viðræðum við Sydney FC Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið. 12.7.2007 15:07 Sven-Göran lokkaði mig til City Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni. 12.7.2007 14:48 Alves vill ólmur fara til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves hjá Sevilla hefur farið þess á leit við félagið að það lækki verðmiðann á leikmanninum svo hann geti farið til Chelsea eins og hann óski sér. Alves vill ólmur ganga til liðs við ensku bikarmeistarana en Sevilla er sagt heimta 20 miljónir evra fyrir hann. 12.7.2007 14:43 Sjá næstu 50 fréttir
Framtíð Drogba óráðin Framherjinn Didier Drogba hefur látið í það skína í viðtölum að hann sé jafnvel að hugsa sér að fara frá Chelsea. Vitað er að hann er eftirsóttur af stórliðum Evrópu og í viðtali við The Sun í dag segir markaskorarinn framtíð sína óráðna með öllu. 17.7.2007 13:25
United gerði jafntefli við japönsku meistarana Manchester United spilaði í dag æfingaleik við japönsku meistarana í Urawa Reds og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Darren Fletcher og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk enska liðsins fyrir framan rúmlega 58,000 áhorfendur í Tókíó. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 2-2 á 78. mínútu eftir að hafa náð forystu snemma leiks. 17.7.2007 13:18
Beckham tæpur gegn Chelsea Óvíst er hvort David Beckham geti spilað með LA Galaxy þegar það mætir Chelsea í æfingaleik á laugardaginn. Leiksins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Bandaríkjunum því hann átti að vera frumraun Beckham með liði sínu LA Galaxy. Ökklameiðsli Beckhams hafa tekið sig upp að nýju og hefur hann lítið geta beitt sér á æfingum enn sem komið er. 17.7.2007 13:08
Við lítum á þetta sem tapaðan leik HK og Víkingur náðu bæði í langþráð stig í 2-2 jafntefli liðanna í Landsbankadeildinni í gær. Víkingar komust í 2-0 og fengu mörg færi til að skora fleiri mörk en HK sýndi mikinn karakter í að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér stigið. 17.7.2007 10:15
Mido hugsanlega á leiðinni til Birmingham Egypski framherjinn Mido, er á leiðinni til Birmingham frá Tottenham á láni í eitt ár. Þetta segir hann við vefsíðuna FilGoal í heimalandi sínu. Mido hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Tottenham vegna komu Darren Bent frá Charlton. 17.7.2007 09:14
Aftaka hjá Blikum í Árbæ Óhætt er að segja að fyrstu tíu mínútur leiks Fylkismanna og Breiðabliks hafi verið algerlega á skjön við það sem síðar kom. Fylkismenn byrjuðu betur og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Blika. Þá fannst fyrirliðanum Arnari Grétarssyni, nóg komið og tók leikinn í sínar hendur. 17.7.2007 07:00
Brassar eru komnir með fast tak á Argentínumönnum Argentína náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu í Suður-Ameríkukeppninni og steinlá 3-0 fyrir Brasilíu í úrslitaleiknum. 17.7.2007 04:00
Valsmenn færast nær meisturunum Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. 17.7.2007 03:00
Platini afhendir bikarinn Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslitakeppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun. 17.7.2007 02:00
Húsleit hjá Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun Lögreglan í Englandi gerði húsleit hjá þremur knattspyrnuliðum, Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun vegna gruns um spillingu. Lögreglan staðfestir að húsleitir hafi verið framkvæmdar í morgun, en tekur fram að málið tengist ekki skýrslu Stevens lávarðs. 16.7.2007 14:54
Harewood í samningsviðræðum við Aston Villa Enska Úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í viðræðum við framherjann Marlon Harewood um hugsanlegan flutning leikmannsins til Villa frá West Ham. Þetta er staðfest á vefsíðu SkySports. Harewood hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa West Ham þar sem hann er ekki í framtíðaráætlunum Alan Curbishley, framkvæmdastjóra liðsins. 16.7.2007 14:03
Þrír leikir í Landsbankadeild karla í kvöld Tíunda umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður kláruð í kvöld með þremur leikjum. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, Víkingur mætir HK í Kópavogi og Fram tekur á móti Val í Reykjavíkurslag. 16.7.2007 13:30
Madrid gerir tilboð í Robben Real Madrid hefur lagt fram tilboð hollenska vængmannin Arjen Robben hjá Chelsea, samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Spænsku meistararnir hafa verið mikið orðaðir við Robben í sumar, og nú hafa þeir boðið 13,5 milljónir punda í leikmanninn. 16.7.2007 11:20
Brasilía sigraði Argentínu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppnarinnar Brasilía tryggði sér sigur í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld með 3-0 sigri á Argentínu í úrslitaleik keppnarinnar. Julio Baptista og Daniel Alves skoruðu fyrir Brasilíu auk þess sem Roberto Ayala, varnarmaður Argentínu, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. 15.7.2007 23:06
Jafntefli í Keflavík Leik Keflavíkur og KR í Landsbankadeild karla var að ljúka með jafntefli, 1-1. Markalaust var í hálfleik, en Rúnar Kristinsson misnotaði vítaspyrnu fyrir KR í fyrri hálfleik. Símun Eiler Samuelsen kom heimamönnum yfir á 78. mínútu en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR-inga á 83. mínútu. 15.7.2007 21:11
Guðjón tekur ekki til greina að leikur ÍA og Keflavíkur verði endurtekinn Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, segir það ekki koma til greina að endurtaka umdeildan leik ÍA og Keflavíkur. Í leiknum skoraði Bjarni Guðjónsson umdeildasta mark sumarsins sem tryggði ÍA sigur á Keflavík. 15.7.2007 19:12
Úrslitaleikur Copa America fer fram í kvöld Brasilía og Argentína mætast í draumaúrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins í kvöld. Dunga, þjálfari Brasilíu segir ljóst að Argentína sé sigurstranglegra liðið en Brasilíumenn ætli sér að spila með hjartanu. 15.7.2007 16:39
Malouda byrjar vel hjá Chelsea Florent Malouda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með prýði. Í æfingaleik gegn Club America lenti Chelsea undir áður en Malouda skoraði glæsilegt mark á 75 mínútu. Níu mínútum síðar átti Malouda ágæta fyrirgjöf á fyrirliðann John Terry, sem tryggði Chelsea sigur með skallamarki. 15.7.2007 15:35
Peter Crouch kostar 20 milljónir punda Forráðamenn Liverpool hafa gefið það út að liðið muni ekki selja Peter Crouch fyrir minna en 20 milljónir punda. Þetta kemur í kjölfar þess að Aston Villa, Newcastle og Manchester City hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum. 15.7.2007 14:36
Newcastle og Chelsea á eftir Cannavaro Ensku Úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle eru nú að berjast um þjónustu Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, en þessar fréttir koma í kjölfar þess að nýr þjálfari Real, Bernd Schuster, hefur sagt að ekki væri þörf fyrir Cannavaro lengur hjá liðinu. 15.7.2007 14:25
Lið Mexíkó hirti bronsið Mexíkó tryggði sér í kvöld þriðja sætið í Suður-Ameríkubikarnum með 3-1 sigri á Úrúgvæ. Úrúgvæ komst yfir í leiknum en Mexíkó jafnaði fyrir hlé. Tvö glæsileg mörk í seinni hálfleik gerðu út um leikinn og Mexíkómenn hirtu bronsið. 14.7.2007 23:12
Mexíkó og Úrúgvæ keppa um bronsið í kvöld Mexíkó og Úrúgvæ leika í kvöld um þriðja sætið í Suður-Ameríkubikarnum. Á morgun spila svo Brasilía og Argentína um gullið. Mexíkó tapaði 3-0 fyrir Argentínu í undanúrslitum en Úrúgvæ voru óheppnir að tapa fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 20:50. 14.7.2007 19:57
Mancini orðaður við Liverpool Liverpool eru orðaðir við kaup á Alessandro Mancini, leikmann Roma samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Gilmar Veloz. Mancini átti frábært tímabil með Roma á síðasta tímabili. Veloz segir að hann hafi talað við Rafa Benitez, framkvæmdastjóra Liverpool, en tekur það fram að engar samningsviðræður hafi átt sér stað á milli liðanna. 14.7.2007 19:18
Skagamenn sóttu stig í Kaplakrikann Leik FH og ÍA í Landsbankadeild karla var að ljúka. Leikurinn endaði 1-1. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir á 7. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það var svo Ellert Jón Björnsson sem jafnaði fyrir skagamenn á 79. mínútu. 14.7.2007 17:33
Æfingaleikir ensku Úrvalsdeildarliðanna Nokkur Úrvalsdeildarlið eru byrjuð að spila æfingaleiki til að stilla lið sín fyrir komandi átök í deildinni. West Ham, Arsenal, Liverpool, Portsmouth, Manchester City og Bolton sigruðu öll leiki sína í gær. Sven-Göran Erikson stjórnaði City til sigurs gegn Doncaster í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri. 14.7.2007 17:29
Mourinho býst ekki við að kaupa fleiri leikmenn José Mourinho segir að kaupin á Florent Malouda séu sennilega síðustu kaup Chelsea í sumar. Mourinho kvartaði sáran yfir að vera með of lítinn hóp á síðasta tímabili þegar mikið var um meiðsli innan liðsins, og því var búist við að hann myndi kaupa marga leikmenn í sumar. 14.7.2007 17:02
U19: Styttist í Evrópumót kvennalandsliða Nú eru aðeins fjórir dagar þar til Evrópumót kvennalandsliða undir 19 ára hefst hér á landi. Þetta er stærsta verkefni sem knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í. Opnunarleikur Íslands og Noregs verður í Laugardalnum á miðvikudaginn. 14.7.2007 16:26
City kaupir Svisslending fyrir metupphæð Enska Úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur landað hinum efnilega Gelson Fernandes, 20 ára svissneskum miðjumanni. City keypti leikmanninn frá Sion fyrir 3,8 miljónir punda sem er met í svissnesku deildinni. 14.7.2007 14:38
Fer Shevchenko aftur til A.C. Milan? Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ætlar að tala við Andriy Shevchenko áður en ákveðið verður hvort að leikmaðurinn verði seldur aftur til A.C. Milan með miklu tapi. Shevchenko var keyptur til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil fyrir 30 milljónri punda. 14.7.2007 14:24
David Beckham tók við Galaxy-treyju nr 23 Knattspyrnugoðið David Beckham og Victoria kona hans komu til Los Angeles í nótt. Beckaham tók við treyju númer 23 úr hendi forráðamanna knattspyrnufélagsins LA Galaxy á fréttamannafundi núna síðdegis. 13.7.2007 17:12
Umboðsmaður: Ljungberg spilar ekki með öðru liði á Englandi Freddie Ljungberg, miðjumaður Arsenal, fer ekki til annars liðs í Úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans, Claes Elefalk. Allt lítur út fyrir að leikmaðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar og hafa lið Manchester City og Sunderland verið orðuð við leikmanninn. 13.7.2007 16:45
Liverpool kaupir Babel Liverpool hefur klófest hollenska landsliðsmanninn Ryan Babel frá Ajax og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið. Talið er að Liverpool pungi út 11,5 milljónum punda fyrir leikmanninn. 13.7.2007 14:05
AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum. 13.7.2007 13:00
Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik. 13.7.2007 12:35
Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez. 13.7.2007 09:29
Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val. 12.7.2007 22:11
Boulahrouz lánaður til Sevilla Varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz hjá Chelsea hefur verið lánaður til Sevilla á Spáni. Boulahrouz var keyptur til Chelsea fyrir 7 miljónir punda á síðustu leiktíð en féll úr náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra. Talið er að þessi viðskipti Chelsea og Sevilla gætu orðið til að greiða leið bakvarðarins Daniel Alves til Chelsea frá Sevilla, en félögin eru í viðræðum um hann þessa dagana. 12.7.2007 21:50
Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America. 12.7.2007 19:49
Benayoun semur við Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gekk í dag frá kaupum á ísraelska miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir um 5 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Benayoun er 25 ára gamall og hefur Rafa Benitez stjóri Liverpool verið lengi með augun á honum. 12.7.2007 19:29
250.000 treyjur þegar pantaðar hjá LA Galaxy Forseti bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy segir að stuðningsmenn liðsins hafi þegar pantað yfir 250.000 treyjur í kjölfar komu David Beckham til Los Angeles á morgun. Það er ekki síður áhugavert þegar tekið er tillit til þess að stuðningsmennirnir höfðu ekki séð hvernig nýju treyjurnar litu út áður en þeir pöntuðu þær. 12.7.2007 15:50
Ajax samþykkir tilboð Liverpool í Babel Hollenska félagið Ajax hefur nú loksins komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á útherjanum Ryan Babel. Sagt er að kauvirðið sé 17 milljónir evra og að Babel muni skrifa undir fimm ára samning við enska félagið. 12.7.2007 15:45
Beckham-hjónin keyptu upp fyrsta farrými David og Victoria Beckham eru nú á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þar sem þau hafa keypt upp allt fyrsta farrými í vélinni sem flytur þau til Los Angeles. Þar mun Beckham verða tilkynntur sem leikmaður LA Galaxy með mikilli viðhöfn á morgun. Sky sjónvarpsstöðin fylgist með hverju spori þeirra hjóna á leiðinni til Bandaríkjanna og nokkur seinkun hefur orðið á fluginu vestur um haf í dag. 12.7.2007 15:16
Fowler í viðræðum við Sydney FC Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið. 12.7.2007 15:07
Sven-Göran lokkaði mig til City Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni. 12.7.2007 14:48
Alves vill ólmur fara til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves hjá Sevilla hefur farið þess á leit við félagið að það lækki verðmiðann á leikmanninum svo hann geti farið til Chelsea eins og hann óski sér. Alves vill ólmur ganga til liðs við ensku bikarmeistarana en Sevilla er sagt heimta 20 miljónir evra fyrir hann. 12.7.2007 14:43