Fótbolti

Brasilía sigraði Argentínu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppnarinnar

Daniel Alves skoraði þriðja mark Brasilíu.
Daniel Alves skoraði þriðja mark Brasilíu. NordicPhotos/GettyImages

Brasilía tryggði sér sigur í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld með 3-0 sigri á Argentínu í úrslitaleik keppnarinnar. Julio Baptista og Daniel Alves skoruðu fyrir Brasilíu auk þess sem Roberto Ayala, varnarmaður Argentínu, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Baptista skoraði fallegt mark strax á 4. mínútu, en skömmu síðar áttu Argentínumenn skot í stöngina. Á 40. mínútu skoraði Ayala svo sjálfsmark og staðan því 2-0, og þannig var staðan í hálfleik.

Daniel Alves gulltryggði svo sigurinn á 69. mínútu með ágætu marki. Lionel Messi skoraði mark, sem var ranglega dæmt af. Robinho, leikmaður Brasilíu, var markahæsti leikmaður keppnarinnar með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×