Fótbolti

Úrslitaleikur Copa America fer fram í kvöld

Dunga býst við erfiðum leik í kvöld.
Dunga býst við erfiðum leik í kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Brasilía og Argentína mætast í draumaúrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins í kvöld. Dunga, þjálfari Brasilíu segir ljóst að Argentína sé sigurstranglegra liðið en Brasilíumenn ætli sér að spila með hjartanu.

Robinho, sem er búinn að skora sex mörk á mótinu, er vongóður um sigur. „Þetta er úrslitaleikurinn og ég vona að við snúum til Brasilíu með sigurverðlaunin í farteskinu," sagði Robinho.

Alfio Basile, þjálfari Argentínu, talar um mikilvægi leiksins fyrir íbúa landsins, en hafði einnig orð á því hvernig framlína liðsins verður skipuð, en Lionel Messi og Carlos Tevez verða framherjar í leiknum líkt og í undanúrslitaleiknum gegn Mexíkó.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 20:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×