Fótbolti

Lið Mexíkó hirti bronsið

Andres Guardado skoraði fallegt mark í kvöld.
Andres Guardado skoraði fallegt mark í kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Mexíkó tryggði sér í kvöld þriðja sætið í Suður-Ameríkubikarnum með 3-1 sigri á Úrúgvæ. Úrúgvæ komst yfir í leiknum en Mexíkó jafnaði fyrir hlé. Tvö glæsileg mörk í seinni hálfleik gerðu út um leikinn og Mexíkómenn hirtu bronsið.

Sebastian Abreu kom Úrúgvæ yfir á 22. mínútu með ágætu skallamarki. Korteri síðar var fyrirliði Úrúgvæ rekinn út af eftir að hafa slegið leikmann Mexíkó inni í teig og vítaspyrna var dæmd. Cuauhtemoc Blanco skoraði af öryggi úr spyrnunni og jafnaði leikinn 1-1. Þannig var staðan í hálfleik.

Á 68. mínútu kom Omar Bravo Mexíkó í 2-1 með fallegu marki, en það var Andres Guardado sem skoraði fallegasta markið þegar skaut boltanum í slánna og inn á 75. mínútu og gulltryggði þar með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×