Fleiri fréttir

Wenger neitar að gangast við ákæru

Arsene Wenger hefur neitað að gangast við ákæru enska knattspyrnusambandsins vegna ósæmilegrar hegðunar sinnar á leik Arsenal og Portsmouth þann 16. desember sl. Wenger veittist þá að dómurum leiksins í hálfleik og hefur nú farið fram á lokaðan fund með aganefndinni sem haldinn verður fljótlega.

Ronaldo er besti leikmaður í heimi í dag

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United segir að enginn leikmaður í heiminum sé búinn að spila betur en Cristiano Ronaldo félagi hans undanfarnar vikur. Ronaldo er búinn að skora 12 mörk í deildinni í vetur og United hefur sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

Bayern hefur áhuga á Robben

Forráðamenn þýska félagsins Bayern Munchen hafa gefið það upp að þeir hafi mikinn áhuga á að fá til sín hollenska vængmanninn Arjen Robben hjá Chelsea. Þessar fréttir komu upp úr kafinu í kjölfar þess að Chelsea er sagt hafa blandað sér í hóp þeirra liða sem vilja fá Owen Hargreaves frá Bayern.

Forráðamenn Chelsea hljóðir

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea hafa neitað að tjá sig í dag eftir að þær fréttir gengu fjöllum hærra í morgun að Jose Mourinho hefði tjáð vini sínum að hann ætlaði að hætta hjá liðinu í vor. Mourinho hefur ekki fengið að kaupa þá leikmenn sem hann óskaði í janúar og svo er því haldið fram að hann eigi í deilum við hátt setta menn innan félagsins.

Kári samdi við AGF

Eins og fram kom hér á Vísi á dögunum hefur landsliðsmaðurinn Kári Árnason nú gengið frá samningi við danska félagið AGF. Kári hefur verið á mála hjá sænska liðinu Djurgarden, en er nú samningsbundinn danska liðinu til ársins 2010.

Beckham verður með 1,5 milljón á tímann hjá LA Galaxy

Beckham hjónin David og Victoria ættu að hafa það sæmilegt í Los Angeles næstu fimm árin því að David á von á launahækkun. Samningur Beckhams við LA Galaxy hljóðar upp á fimm sinnum hærri laun en hann hefur haft hjá Real Madrid. Tímakaupið verður 1,5 milljón króna og búist er við að Beckham verði teljuhæsti íþróttamaður heims.

Formaður á flótta

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg.

Tottenham hafnaði boði Fulham í Routledge

Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum stöðvarinnar hefði Tottenham hafnað tilboði Fulham um að ganga frá formlegum kaupum á U-21 árs landsliðsmanninum Wayne Routledge. Leikmaðurinn hefur verið í láni hjá Fulham í vetur og hefur staðið sig ágætlega, en Tottenham virðist ekki tilbúið að láta hann fara þó hann hafi alls ekki náð að sanna sig í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið.

Atouba enn til vandræða

Kamerúninn Timothee Atouba hjá þýska liðinu Hamburg er enn og aftur búinn að koma sér í ónáð hjá forráðamönnum félagsins og var í dag sendur heim úr æfingaferðalagi liðsins í Dubai.

LA Galaxy nýtir sér "Beckham-regluna"

Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning.

Rangers ná samningum

Skoska knattspyrnufélagið Rangers hefur nú náð samkomulagi við knattspyrnusambandið þar í landi eftir að landsliðsþjálfarinn Walter Smith hætti snögglega hjá landsliðinu og tók við liði Rangers.

Gallas meiddist aftur

Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal getur ekki byrjað að spila aftur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær til þrjár vikur að sögn Arsene Wenger knattspyrnustjóra. Stefnt var að því að Gallas sneri aftur um næstu helgi, en meiðsli hans á læri tóku sig upp að nýju á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna þessa.

Dómarar vilja helmingshækkun

Kjarafundur er á morgun í deilu knattspyrnudómara og KSÍ. Deiluaðilar eru bjartsýnir á lausn mála en mikill hiti hefur verið í málinu. Dómarar vilja fá helmingshækkun á launum sínum samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2.

Tekur Eriksson við Marseille á morgun?

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Svíinn Sven-Göran Eriksson verði kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Marseille á morgun. Talið er að arabískur prins sé nú að leggja lokahönd á að ganga frá yfirtökutilboði í félagið og herma fréttir að Eriksson verði ráðinn um leið og viðskiptin ganga í gegn.

Ronaldo leikmaður mánaðarins

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, annan mánuðinn í röð. Ronaldo er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að hljóta verðlaunin tvisvar í röð, en áður höfðu Robbie Fowler (´96) og Dennis Bergkamp (´97) hlotið þann heiður.

Allardyce stjóri mánaðarins

Sam Allardyce hjá Bolton var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Allardyce vann Bolton fimm leiki í röð í desember og er nú komið í hörkubaráttu um sæti í Evrópukeppninni eftir slaka byrjun. Þetta er í fjórða skipti sem Allardyce er kjörinn stjóri mánaðarins síðan hann tók við Bolton árið 1999.

Koma David Beckham gríðarlega þýðingarmikil

Don Garber, forseti bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu, segir ekki hægt að mæla mikilvægi þess að David Beckham muni spila í deildinni á næstu leiktíð. Hann segir þetta stórt skref í framþróun deildarinnar og knattspyrnu í Bandaríkjunum í heild.

Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða

Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð.

Diawara og O´Brien skipta um félög

Varnarmaðurinn Souleymane Diawara hjá Charlton var í dag sendur til Portsmouth í skiptum fyrir írska landsliðsmanninn Andy O´Brien. Hvorugur leikmaðurinn hefur náð að festa sig í sessi hjá félagi sínu til þessa og standa vonir manna til að vistaskiptin hjálpi þeim að hleypa lífi í ferilinn á ný.

Los Angeles Galaxy

Í dag varð ljóst að enski knattspyrnumaðurinn David Beckham mun ganga í raðir Los Angeles Galaxy í amerísku atvinnumannadeildinni næsta sumar. Það er því ekki úr vegi að skoða aðeins sögu félagsins, sem er eitt tíu upprunalegra atvinnumannaliðanna í MLS deildinni.

Liverpool kaupir ungan Svía

Liverpool hefur gengið frá kaupum á sænska unglingalandsliðsmanninum Astrit Ajdarevic frá Falkenberg í Svíþjóð. Leikmaðurinn er aðeins 16 ára gamall og talinn mikið efni. Kaupverðið er sagt á bilinu 1-2,5 milljónir punda, háð því hve vel honum gengur að sanna sig í herbúðum enska liðsins.

Segja Beckham fá 18 milljarða fyrir fimm ára samning

Reuters fréttastofan greinir frá því að samningurinn sem David Beckham gerir við LA Galaxy sé einn allra stærsti samningur sem sögur fara af í sögu atvinnuíþrótta, því hann muni fá meira en 18 milljarða króna fyrir samninginn.

Beckham skrifar undir samning við LA Galaxy

David Beckham hefur náð samkomulagi við forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy og gengur í raðir liðsins í vor. Beckham staðfesti við Reuters að hann væri búinn að skrifa undir fimm ára samning.

LA Galaxy í viðræðum við Beckham

Talsmaður amerísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu hefur greint frá því að forráðamenn Los Angeles Galaxy séu í viðræðum við David Beckham um að ganga í raðir liðsins. Beckham er enn í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning, en ekki er talið að hann verði hjá Madrid lengur en fram á vor í mesta lagi.

Charlton kaupir Thatcher

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City samþykkti í dag kauptilboð Charlton í varnarmanninn Ben Thatcher og gengið verður frá kaupunum ef Thatcher samþykkir kaup og kjör. Thatcher er 31 árs gamall og má teljast góður að fá að ganga laus eftir grófa líkamsárás á knattspyrnuvellinum í byrjun leiktíðar.

Portsmouth kaupir Traore

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth er duglegt á leikmannamarkaðnum þessa dagana og í morgun gekk það frá kaupum á Malímanninum Djimi Traore frá Charlton. Traore hefur ekki gert gott mót í veru sinni hjá Charlton en hann var áður hjá Liverpool. Kaupverðið er 1 milljón punda og hefur hann gert tveggja og hálfs árs samning.

Mourinho fær ekki að kaupa leikmenn

Jose Mourinho segist ekki ætla að selja einn einasta leikmann frá liði Chelsea í janúar því sér hafi verið bannað að styrkja hópinn. Hann hefði ætlað sér að kaupa sóknar- og varnarmann, en nú virðist vera komið upp vandamál í sambandi Mourinho og stjórnar félagsins.

Wycombe náði jöfnu gegn Chelsea

Kraftaverkalið Wycombe heldur áfram að koma á óvart í enska deildarbikarnum og í kvöld náði liðið 1-1 jafntefli gegn Chelsea á heimavelli sínum. Wayne Bridge kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik, en hinn magnaði Jermaine Easter jafnaði metin fyrir Wycombe, sem er þremur deildum neðar en Chelsea í töflunni. Easter hefur nú skorað í öllum leikjum liðsins í keppninni. Síðari leikur liðanna er svo á Stamford Bridge.

Marcelo frá í sex vikur

Bakvörðurinn ungi Marcelo hjá Real Madrid verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann meiddist á ökkla í 2-0 tapi Real gegn Deportivo í spænsku deildinni um síðustu helgi. Marcelo gekk í raðir Real frá Fluminese í heimalandi sínu Brasilíu um leið og janúarglugginn opnaði.

Mijatovic tekur orð sín til baka

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu.

Souness leggur fram formlegt tilboð í Wolves

Hópur fjárfesta undir stjórn fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness lagði í dag fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Woves. Tilboðið hljóðar upp á 20 milljónir punda og þykir áhugavert fyrir þær sakir að aðeins Englendingar koma að því, en mikið veður hefur verið gert á Englandi vegna mikilla umsvifa erlendra fjárfesta í knattspyrnunni þar í landi.

Kári Árnason til Danmerkur

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hjá Djurgarden í Svíþjóð gengur í raðir danska liðsins AGF í Árósum um helgina ef marka má fréttir frá Danmörku. Langt er síðan ljóst varð að Kári yrði ekki áfram í herbúðum sænska liðsins og nú er útlit fyrir að leikmaðurinn gangi í raðir hins fornfræga danska liðs á næstu dögum.

Tveir leikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með tvær beinar útsendingar í fótboltanum í kvöld og hefjast þær báðar klukkan 19:50. Fyrri leikur Wycombe og Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður sýndur á Sýn og á Sýn Extra verður fyrri leikur Alaves og Barcelona í spænska bikarnum, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Klose vill ekki fara hvert sem er

Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose segir aðeins fimm félög koma til greina fyrir sig ef hann ákveði að yfirgefa herbúðir Werder Bremen í sumar eins og flestir reikna með. Klose hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir að ljóst varð að hann ætlaði ekki að framlengja við Bremen.

Portsmouth fær miðjumann að láni

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur fengið miðjumanninn Arnold Mvuemba að láni frá franska liðinu Rennes út leiktíðina. Mvuemba þessi er 21 árs gamall og ef hann stendur sig vel á Englandi gæti farið svo að Portsmouth gengi frá kaupum á honum í sumar.

Jákvæðar fréttir hjá Everton

Lið Everton fékk þær góðu fréttir í dag að miðjumaðurinn Tim Cahill sé orðinn heill á ný eftir meiðsli og svo gæti farið að hann fengi strax sæti í byrjunarliðinu á ný eftir að Everton tapaði illa í síðasta leik. David Moyes hefur boðað breytingar í kjölfarið og þá fékk félagið þau tíðindi í dag að meiðsli bakvarðarins Nuno Valente væru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu - svo gæti farið að hann missti aðeins úr tvo leiki.

Mills frjálst að fara frá City

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að varnarmanninum Danny Mills sé frjálst að fara frá félaginu. Mills missti sæti sitt í hendur hins unga og efnilega Micah Richards og hefur verið sem lánsmaður hjá Hull City í 1. deild í tvo mánuði. Þar hefur hann staðið sig vel og sagt er að félagið hafi áhuga á að ganga frá kaupum á leikmanninum.

Pires að ná sér

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal er nú óðum að ná sér af hnémeiðslum sínum, níu mánuðum eftir að hann gekk í raðir spænska liðsins frá Arsenal. Pires hefur enn ekki spilað alvöruleik með Villarreal eftir að hann meiddist á hné í æfingaleik í sumar en er nú búinn í endurhæfingu og fær væntanlega tækifæri með liðinu fljótlega.

Benitez kvartar yfir peningaleysi

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi ekki nógu mikla peninga úr að moða til að geta fjárfest í ungum og efnilegum leikmönnum. Leikmannakaup stjórans á liðnum árum voru gagnrýnd nokkuð í breskum blöðum í dag í kjölfar ófara liðsins í leikjunum tveimur gegn Arsenal.

Stutt í endurkomu Petr Cech

Nú styttist óðum í endurkomu markvarðarins Petr Cech hjá Chelsea, en hann hefur ekki spilað leik í þrjá mánuði eftir að hann höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Reading í október. Markvörðurinn segist vera kominn í fínt form en bíður eftir að fá endanlega græna ljósið frá læknum til að fá að spila á ný.

Luis Garcia spilar ekki meira í vetur

Spánverjinn Luis Garcia hjá Liverpool verður ekki meira með liðinu á leiktíðinni eftir að hann sleit krossbönd í hné í leiknum gegn Arsenal í bikarnum í gær. Garcia getur ekki spilað fótbolta í amk 6 mánuði vegna þessa. Þá verður félagi hans Mark Gonzalez frá í um þrjár vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í sama leik.

Wenger og Ljungberg ósáttir

Sænska dagblaðið Expressen hefur eftir vini Freddy Ljungberg hjá Arsenal að Arsene Wenger knattspyrnustjóri sé að bola honum frá félaginu. Wenger á að hafa gert Svíanum það ljóst að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal.

Nedved neitaði Tottenham

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus segist hafa neitað tilboði um að ganga í raðir Tottenham og fleiri liða síðasta sumar. Hann segist hafa neitað tilboðinu því fjölskylda hans sé búin að koma sér svo vel fyrir í Tórínó og þar ætli hann að búa eftir að hann leggur skóna á hilluna.

Beckham á förum frá Real Madrid

David Beckham fer frá Real Madrid í sumar. Þetta fullyrðir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu Predrag Mijatovic við Sky sjónvarpsstöðina í dag. Samningur Beckham við Real rennur út í sumar og hafa viðræður um framlengingu hans nú strandað. Beckham er frjálst að ræða við önnur félög nú þegar.

Sjá næstu 50 fréttir