Fleiri fréttir

Tíu leikmenn Bolton björguðu stigi

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton björguðu stigi er liðið heimsótti Morecambe í ensku C-deildinni í dag. Lokatölur urðu 1-1, en jöfnunarmark Bolton kom seint í uppbótartíma.

Haukur skoraði eitt í enn einum sigri Kielce

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.

Valskonur fóru illa með botnliðið

Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

Chelsea þurfti framlengingu gegn C-deildarliði Plymouth

Evrópumeistarar Chelsea þurftu framlengingu til að slá C-deildarlið Plymouth Argyle úr leik í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Lokatölur urðu 2-1 þar sem bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði sigurmarkið.

Vig­dís Edda fer úr Kópa­vogi til Akur­eyrar

Efstu deildarlið Þórs/KA hefur staðfest komu Vigdísar Eddu Friðriksdóttur en hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Alls lék hún 35 mótsleiki fyrir Blika, þar af sex í Meistaradeild Evrópu.

Nets opið fyrir því að skipta á Hard­en og Simmons

Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins.

Tuchel með veiruna

Thomas Tuchel hefur greint með Covid-19. Hann verður því ekki á hliðarlínunni er Chelsea mætir Plymoth Argyle í FA-bikarnum í dag. Chelsea greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennu­ham

Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers.

Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana.

Leik Fram og Gróttu frestað

Þrátt fyrir að afléttingar á sóttvarnarreglum séu yfirvofandi heldur kórónuveiran áfram að leggja stein í götu íþróttalífsins á Íslandi.

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Conte segir innkaupastefnu Tottenham skrýtna

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, furðar sig á því hvernig félagið stundar viðskipti eftir að félagsskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni og varar félagið við að gera sömu mistök og áður.

Aron kom Al Arabi á bragðið

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Al Shamal í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk

Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð.

Vanda vill leiða KSÍ áfram

Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir