Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:31 Óstöðvandi. Richard Rodriguez/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira