Fleiri fréttir

Halldór Jóhann: “Rændur tækifærinu að vinna leikinn”

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, hafði ýmislegt að segja um seinustu andartök leiksins í viðureign FH og Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Honum þótti dómarar leiksins ræna sína menn tækifærinu á að vinna leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: KA-HK 33-30 |  KA á sigurbraut

KA vann mikilvægan sigur á HK í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 33-30 eftir spennuleik þar sem bæði lið áttu sína kafla. KA er því komið með tvo sigra úr síðustu tveimur leikjum og fara upp í 8 stig í deildinni.

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

ÍBV sækir sér liðsstyrk frá meisturunum

Nýliðar ÍBV hafa fengið liðsstyrk frá meisturum Víkings fyrir næsta fótboltasumar. Halldór Jón Sigurður Þórðarson skrifaði undir samning við Eyjamenn til þriggja ára.

Engin íslensk á topp hundrað í ár

Á meðan að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi er engin íslensk knattspyrnukona á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur heims.

Grétar Rafn hættur hjá Everton

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er hættur hjá Everton eftir að hafa starfað fyrir félagið frá árinu 2018.

Milos sagður hafna Rosenborg

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að afþakka boð um að taka við norska stórveldinu Rosenborg.

Brendan Rodgers: „Ég veit ekki einu sinni hvaða keppni þetta er“

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var eðlilega ósáttur eftir 3-2 tap sinna manna gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær. Tapið þýðir að liðið fer í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar í staðin fyrir Evrópudeildarinnar.

Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö

Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava.

Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu

Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð.

Stórsigur Frakka og risasigur Svía

Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20.

Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu

Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið.

Albert og félagar enduðu riðlakeppnina á sigri

Alls er nú átta af 15 leikjum kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu lokið. Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu 1-0 sigur gegn Randers og Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Zorya og misstu þar með af toppsæti C-riðils.

Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni

Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld.

Bayern á toppinn í D-riðli eftir stórsigur

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Bayern München vann 1-5 stórsigur gegn Häcken í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum fyrir Bayern, en Diljá Ýr Zomers var ónotaður varmaður hjá Häcken.

Teitur skoraði fjögur er Flensburg lagði Veszprém

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur gegn ungverska liðinu Telekom Veszprém, 30-27, er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir