Fleiri fréttir

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir.

Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins

Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag.

Albert og félagar töpuðu í Glasgow

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld.

Kórdrengir vilja beint í B-deildina

Kórdrengir hafa sett á fót handboltalið sem mun taka þátt í deildarkeppni HSÍ í vetur. Þeir hafa fengið inn í 2. deild karla en hafa sóst eftir því við handknattleikssambandið að fara beint upp í næst efstu deild, Grill66-deild karla.

Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli.

Ødega­ard búinn að semja við Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. 

Fjórir lykil­menn fjar­verandi í toppslag Víkings og Vals

Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum.

Kristian­stad hafði betur í Ís­lendinga­slagnum í Meistara­deildinni

Íslendingalið Kristianstad tók á móti Bröndby í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í dag. Fór það svo að Kristianstad vann 1-0 og fer áfram í næstu umferð forkeppninnar á meðan Bröndby er úr leik. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði liðanna í dag.

Leikmaður KR smitaðist

Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.

Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

Ødegaard nálgast Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili.

Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann Dav­id Ga­brov­sek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla.

Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, sagði í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Þrótti að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins en þær Katrín Ástbjarnardóttir og Hildigunnur Ýr voru hvorugar með í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tinda­stóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt.

Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins.

Rúnar Már og félagar steinlágu í Evrópudeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í rúmenska liðinu CFR Cluj fengu skell þegar að þeir heimsóttu serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Serbarnir höfðu betur 4-0 og Rúnar Már og félagar þurfa á kraftaverki að halda, ætli þeir sér áfram í riðlakeppnina.

Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu

Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld.

Formaður Þórs: Alusevski kostar ekki meira en íslenskur þjálfari

Stevce Alusevski tók á dögunum við karlaliði Þórs frá Akureyri í handbolta. Alusevski þjálfaði seinast norður-makedónska stórliðið Vardar, og því voru margir hissa þegar ráðningin var tilkynnt. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, tók spjallið við blaðamann Vísis, og fór þá meðal annars yfir ferlið sem fór í að ráða þennan áhugverða þjálfara.

Tveggja marka tap gegn Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og fyrr mætti Svíum í fyrsta leik milliriðils á Evrópumóti U-19 landsliða. Lokatölur 29-27, Svíum í vil, og íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.

Sjá næstu 50 fréttir