Körfubolti

Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Slóveninn Dav­id Ga­brov­sek mun leika með Stjörnunni á komandi tímabili í Domino's deild karla.
Slóveninn Dav­id Ga­brov­sek mun leika með Stjörnunni á komandi tímabili í Domino's deild karla. Mynd/Stjarnan

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann Dav­id Ga­brov­sek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla.

Gabrovsek er 27 ára framherji sem hefur leikið síðustu misseri með Rogaska Crystal í heimalandinu eftir að hann kláraði sinn feril í bandaríska háksólaboltanum. Hann lék einnig með yngri landliðum Slóveníu á sínum tíma.

Gabrovsek er rúmir tveir metrar á hæð og skilaði 13 stigum og fimm fráköstum með Rogaska á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.