Fleiri fréttir

Eiður tekinn af velli í hálfleik

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Club Brugge og spilaði fyrri hálfleikinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Anderlecht í úrslitakeppninni um belgíska meistaratitilinn í dag.

Maldonado: Lotus í topp 5 á Spáni

Pastor Maldonado, ökumaður Lotus telur að liðið geti náð einu af fimm efstu sætunum í spænska kappakstrinum. Hann segir að bíllinn geti það ef hann bilar ekki eða lendir í óhappi.

Pálmi á skotskónum fyrir Lillestrøm

Þremur leikjum til viðbótar er lokið í norsku úrvalsdeildinni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra mark Lillestrøm í 2-0 sigri liðsins á Sogndal og lagði upp það síðara fyrir Erling Knudtzon. Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal en fór af velli á 65. mínútu.

Mourinho: Spiluðum upp á stoltið í dag

"Frammistaðan í seinni hálfleik var miklu, miklu betri," sagði Jose Mourinho þjálfari Chelsea eftir jafntefli hans manna gegn Norwich á Stamford Bridge.

Berlínarrefirnir unnu

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füsche Berlin unnu tveggja marka sigur, 25-23, á TuS N-Lübbecke á heimavelli sínum í þýska úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Risasigur hjá Kiel

Kiel valtaði yfir Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 46-24, Kiel í vil.

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð Ítalíumeistari þriðja árið í röð, án þess þó að hafa leikið í dag.

Guðmundur lagði upp sigurmark Sarpsborg

Tveimur leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem vann góðan heimasigur á Sandnes Ulf með tveimur mörkum gegn einu.

Solskjaer: Hef ekki haft þau áhrif sem ég vildi

Cardiff City féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær eftir eins árs veru. Ole Gunnar Solskjaer, sem tók við liðinu á miðju tímabili, var þó nokkuð brattur eftir 3-0 tapið gegn Newcastle.

Pepe Mel: Wenger hefði ekki enst jafn lengi á Spáni

Eins og frægt er orðið eru liðin átta ár síðan Arsenal vann síðast titil. Nú stendur yfir leikur Arsenal og West Brom á Emirates vellinum, en fyrir leikinn sagði Pepe Mel, þjálfari West Brom, að á Spáni, heimalandi hans, hefði þessi langa bið eftir titli líklega kostað Arsene Wenger starfið.

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri

Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.

Real Madrid missteig sig | Myndband

Real Madrid mistókst að færa sér tap nágrannanna í Atletico í vil þegar liðið mætti Valencia á Santiago Bernabeu í kvöld.

Óvæntur sigur Levante á Atletico Madrid

Levante hleypti toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni upp í háaloft með 2-0 heimasigri á toppliði Atletico Madrid í dag. Atletico Madrid hefur ekki unnið á heimavelli Levante frá tímabilinu 2007-08.

Sögulegur sigur Sunderland

Fyrr í dag bar Sunderland sigurorð af Manchester United á Old Trafford með einu marki gegn engu. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Sunderland í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, en liðinu nægir væntanlega að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem það á eftir til að halda sæti sínu í deildinni.

Napoli ítalskur bikarmeistari

Napoli varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu eftir 3-1 sigur á Fiorentina á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þetta var fimmti bikarmeistaratitill Napoli og um leið fyrsti titilinn sem liðið vinnur undir stjórn Spánverjans Rafa Benitez, sem tók við liðinu fyrir tímabilið.

Markaregn í Borgunarbikarnum | Óvæntur sigur KFS

Fyrsta umferð Borgunarbikars karla hófst í gær með leik Leiknis F og Hattar, þar sem Leiknismenn höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveimur. Í dag fóru svo fram 18 leikir í Borgunarbikarnum.

Paris SG í úrslit frönsku bikarkeppninnar

Paris SG, lið þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, er komið í úrslit frönsku bikarkeppninnar í handbolta eftir tíu marka sigur, 37-27, á Dijon. Sigurinn var aldrei í hættu, en Paris leiddi í hálfleik, 22-10.

Ásgerður inn fyrir Rakel

Freyr Alexandersson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Sviss á fimmtudaginn kemur í undankeppni HM 2015 í Kanada.

Pellegrini: "Stigum stórt skref í dag"

"Við stigum mjög stórt skref í dag. Everton eru erfiðir viðureignar á heimavelli. Leikmenn Everton lögðu sig alla fram og þetta var mjög erfiður leikur," sagði Manuel Pellegrini, þjálfari Manchester City, eftir sigur hans manna á Everton í dag.

ÍR tók forystuna

Sturla Ásgeirsson skoraði tíu mörk þegar ÍR vann Stjörnuna í fyrsta leik liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Alfreð markakóngur í Hollandi

Alfreð Finnbogason gulltryggði sér gullskóinn í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. Alfreð skoraði úr vítaspyrnu í 3-0 útisigri Heerenveen á RKC Waalwijk, en hann endaði tímabilið með 29 mörk í 31 leik, auk þess að gefa tíu stoðsendingar.

Aron og félagar í lokaúrslit

Kolding, undir stjórn landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar, komst í dag í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur, 24-23, á Team Tvis Holstebro í seinni leik liðanna í undanúrslitunum.

Ólafur og félagar byrja vel

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tóku forystuna gegn Lugi HF með sjö marka sigri, 30-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handbolta í dag.

Giggs: Flöt frammistaða

Það gekk ekki jafnvel hjá Manchester United í öðrum leik liðsins undir stjórn Ryans Giggs sem tók við liðinu til bráðabirgða eftir að David Moyes var vikið úr starfi.

Matthäus gagnrýnir Guardiola

Hart hefur verið sótt að Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, eftir 4-0 tap Þýskalandsmeistaranna fyrir Real Madrid í undanúrslitunum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.

Bielsa til Marseille

Franska liðið Olympique Marseille tilkynnti í gær að argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa hefði verið ráðinn til að stýra liðinu næstu tvö árin.

Sjá næstu 50 fréttir