NBA í nótt | Lillard skaut Portland áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 10:50 Robin Lopez fagnar Damian Lillard eftir sigurkörfu þess síðarnefnda gegn Houston í nótt. Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3) NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3)
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira