Fleiri fréttir

Annar af tveimur eftirminnilegustu leikjum Lagerbäck

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær hvort að endurkoman á móti Sviss væri sú eftirminnilegasta á þjálfaraferlinum.

Gæddu sér á köku og ís

Gylfi Þór Sigurðsson hélt upp á 24 ára afmæli sitt með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í dag.

Krstic: Þessi sigur var fyrir Natösu Kovacevic

Nenad Krstic, fyrirliði serbneska landsliðsins í körfubolta, tileinkaði körfuboltakonunni Natösu Kovacevic sigur Serba á Lettlandi á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Servar unnu Letta þá 80-71 og tryggðu sér sæti í milliriðli keppninnar.

Parker frábær í sigri Frakka

Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.

Finnar komnir áfram eftir sigur í tvíframlengdum leik

Finnar halda áfram að standa sig vel á Evrópumótinu í körfubolta karla í Slóveníu en Finnar tryggðu sér sæti í milliriðli með 86-83 sigri á Rússum í tvíframlengdum leik í dag. Úrslitin þýða að Rússar eru úr leik á mótinu. Úrslitin eru ráðin í D-riðli því Ítalía og Grikkland eru líka komin áfram eins og Finnland. Tyrkland, Svíþjóð og Rússland eru úr leik.

Kári Árna: Var bara eins og handboltaleikur á tímabili

Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, vill ekki meina að íslenska vörnin hafi verið hriplek í 4-4 jafntefli á móti Sviss á föstudagskvöldið. Hann segir samt að liðið þurfi að bæta varnarleikinn fyrir Albaníuleikinn á þriðjudagskvöldið.

Sjúkraþjálfari Þjóðverja meiddist í miðjum leik

Klaus Eder, sjúkraþjálfari þýska knattspyrnulandsliðsins, varð fyrir tveimur meiðslum þegar hann ætlaði að huga að leikmanni þýska liðsins í 3-0 sigri á Austurríki á föstudagskvöldið en leikurinn var í undankeppni HM í Brasiliu 2014.

Web.com draumur Ólafs úti

Ólafur Björn Loftsson hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari.

KRTV safnar fyrir eigin búnaði

KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Við endamarkið: Svona vann Vettel á Monza

Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann formúlu eitt kappaksturinn á Monza í dag og er því kominn með 53 stiga forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Það stefnir því í fjórða heimsmeistaratitil hans í röð.

Hermann lofaði Eyjamönnum fimmtán bjórum fyrir sigurinn

David James, markvörður Eyjamanna, skrifaði um það í pistli á The Observer þegar hann spilaði sinn þúsundasta leik á ferlinum en það gerði kappinn með ÍBV á móti Fylki á Fylkisvellinum á dögunum. David James segist einnig vera mikill tölfræðiáhugamaður og er alveg með það á hreinu hvaða met hann á og á ekki.

Birgir Leifur hafnaði í 47. sæti

Birgir Leifur lék lokahringinn á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals 286 höggum eða sex höggum yfir pari.

Lagerbäck: Færslan á Gylfa inn á miðjuna breytti leiknum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór yfir 4-4 jafnteflið á móti Sviss í dag með íslenskum blaðamönnum en leikmenn og þjálfarar hittu þá fjölmiðla fyrir æfingu sína á Laugardalsvellinum. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvellinum á þriðjudagkvöldið.

Vettel vann ítalska kappaksturinn og er að stinga af

Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann öruggan sigur í Monza-kappaksturinn í formúlu eitt í dag og jók forskot sitt í keppni ökumanna upp í 53 stig. Vettel vann þarna annan kappaksturinn í röð og þann sjötta á tímabilinu.

Neymar á fullri ferð upp markalista Brasilíumanna

Það hafa margir frábærir fótboltamenn og miklir markaskorarar spilað með fimmföldum heimsmeisturum Brasilíu í gegnum tíðina. Nú er einn á góðri leið með að komast í hóp með þeim bestu.

Lars Lagerbäck hrósaði Ara fyrir leikinn á móti Sviss

Vörn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudaginn en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var ekki eins ósáttur með varnarlínuna og margir aðrir. Hann hrósaði sérstaklega vinstri bakverðunum Ara Frey Skúlasyni.

Heimir: Við viljum fylla Laugardalsvöllinn

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag en íslenska karlalandsliðið mætir Albönum í undankeppni HM í Brasilíu á þriðjudaginn kemur.

Gunnar Heiðar getur ekki spilað á móti Albaníu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Albaníu í undankeppni HM á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn en framherjinn öflugi er ekki orðinn góður af sínum meiðslum.

Gylfi hefur komið að helmingi marka íslenska liðsins

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Jóhanns Berg Guðmundssonar í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudagskvöldið. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sex af tólf mörkum íslenska liðins í undankeppni HM.

Með fótboltann í blóðinu

Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.

Grænhöfðaeyjar slógu Túnis út úr HM

Grænhöfðaeyjar verða meðal þeirra tíu Afríkuþjóða sem keppa um fimm laus sæti á HM í fótbolta í Brasilíu eftir að landslið Grænhöfðaeyja tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna 2-0 útisigur á Túnis.

Jón Arnór einn af fyrirliðum CAI Zaragoza í vetur

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í spænska körfuboltanum en liðið komst alla leið í undanúrslitin um spænska titilinn í fyrra.

HM-draumur Tonny Mawejje og félaga dó í kvöld

Tonny Mawejje og félagar í landsliði Úganda komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar en það var ljóst eftir að Úgandamenn töpuðu í kvöld í hreinum úrslitaleik við Senegal um sigur í riðlinum og þar sem sæti í útsláttarkeppninni.

Brasilíumenn fóru illa með Ástrali

Brasilía vann 6-0 stórsigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Brasilíuborg í kvöld en báðar þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar.

Slóvenar áfram á sigurbraut á EM í körfu

Slóvenar eru í miklu stuði á heimavelli á Evrópumótinu í körfubolta en þeir unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld. Slóvenía vann þá fjögurra stiga sigur á Georgíu í spennandi leik, 72-68.

Finnar réðu ekki við Ítala

Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð.

Bjarki tryggði Eisenach stig - Bergischer vann á útivelli

Nýliðar Bergischer sóttu tvö stig til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Bergischer vann leikinn 30-25. Eisenach gerði jafntefli við Lemgo á sama tíma þar sem Bjarki Már Elísson átti flottan leik og skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni. Emsdetten tapaði sínum leik og er enn án stiga.

Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals

Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið.

Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur

Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins.

Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum

Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59.

Kolbeinn fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tíu mörkin

Kolbeinn Sigþórsson varð í gær tólfti leikmaður íslenska landsliðsins sem nær því að skora tíu mörk fyrir A-landsliðið en nýr maður hafði ekki bæst í hópinn síðan að Heiðar Helguson skoraði sitt tíunda landsliðsmark árið 2010.

Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir

Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné.

Fylkiskonur unnu 1. deildina

Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Íslenska liðið búið að skora langflest mörk á útivelli

Íslenska landsliðið bætti í gær fjórum útimörkum við þau fjögur sem liðið var búið að skora í fyrstu þremur útileikjum sínum í undankeppni HM þegar strákarnir okkar komu til baka og náðu 4-4 jafntefli á móti toppliði Sviss í Bern.

Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum

Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.

Sjá næstu 50 fréttir