Fótbolti

Brasilíumenn fóru illa með Ástrali

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar fagnar í kvöld.
Neymar fagnar í kvöld. Mynd/AFP
Brasilía vann 6-0 stórsigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Brasilíuborg í kvöld en báðar þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar.

Brasilíumenn unnu Álfukeppnina í sumar og það bendir margt til þess að þeir verði mjög öflugir á heimavelli næsta sumar. Mark Schwarzer, varamarkvörður Chelsea og fyrrum markvörður Fulham, þurfti að sækja boltann sex sinnum í markið sitt í kvöld.

Jô, fyrrum leikmaður Manchester City, skoraði tvö fyrstu mörk Brasilíumanna í leiknum í kvöld en Barcelona-maðurinn Neymar var með eitt mark og tvær stoðsendingar og var erfiður viðureignar fyrir ástralska liðið.

Hin þrjú mörk Brasilíumanna skoruðu Chelsea-maðurinn Ramires, Alexandre Pato, fyrrum leikmaður AC Milan og Luiz Gustavo miðjumaður Wolfsburg.

Neymar skoraði þriðja markið eftir stoðsendingu Ramires á 36. mínútu og lagði síðan upp tvö síðustu mörkin fyrir þá Pato og Luiz Gustavo.

Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×