Handbolti

Bjarki tryggði Eisenach stig - Bergischer vann á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Mynd/Valli
Nýliðar Bergischer sóttu tvö stig til Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Bergischer vann leikinn 30-25. Eisenach gerði jafntefli við Lemgo á sama tíma þar sem Bjarki Már Elísson átti flottan leik og skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni. Emsdetten tapaði sínum leik og er enn án stiga.

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk í 32-32 jafntefli ThSV Eisenach á móti TBV Lemgo en Hannes Jón Jónsson var með tvö mörk. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Eisenach sem náði þarna í sitt fyrsta stig eftir töp í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Arnór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer í leiknum en Björgvin Páll Gústavsson spilar í marki liðsins. Emil Berggren var markahæstur hjá liðinu með átta mörk en Viktor Szilagyi skoraði sjö mörk.

TV Emsdetten tapaði 24-31 á útivelli á móti MT Melsungen þar sem Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk og Ernir Hrafn Arnarson var með eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×