Frábær sigur hjá Björn í Sviss Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 17:31 Thomas Björn hefur sigrað á 14. mótum á Evrópumótaröðinni. Myndir/Getty Images Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira