Fótbolti

Gæddu sér á köku og ís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafnfirðingurinn og Skagamaðurinn voru í góðum gír þegar kom að eftirmatnum í kvöld.
Hafnfirðingurinn og Skagamaðurinn voru í góðum gír þegar kom að eftirmatnum í kvöld. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Gylfi Þór Sigurðsson hélt upp á 24 ára afmæli sitt með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í dag.

Strákarnir okkar æfðu á Laugardalsvelli í morgun en liðið gerði frækið 4-4 jafntefli við Sviss í Bern á föstudagskvöldið. Liðið gistir á Hótel Nordica þar sem vel virðist fara um strákana.

Boðið var upp á köku og ís með kvöldverðinum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Gylfa Þór og Arnór Smárason eldhressa en Arnór varð einmitt 25 ára í gær.

Íslenska landsliðið æfir á Laugardalsvelli í fyrramálið. Liðið mætir svo Albaníu í Dalnum á þriðjudagskvöldið klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×