Fótbolti

Kolbeinn fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tíu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Valli
Kolbeinn Sigþórsson varð í gær tólfti leikmaður íslenska landsliðsins sem nær því að skora tíu mörk fyrir A-landsliðið en nýr maður hafði ekki bæst í hópinn síðan að Heiðar Helguson skoraði sitt tíunda landsliðsmark árið 2010.

Það hefur aðeins einn leikmaður verið fljótari í tíu mörkin en Kolbeinn sem lék aðeins sinn sextánda A-landsleik í gær. Ríkharður Jónsson braut tíu marka múrinn í sínum tólfta landsleik árið 1956.

Ríkharður átti markametið í 58 ár áður en Eiður Smári jafnaði það árið 2006 og sló það síðan ári síðar.

Kolbeinn var fjórtán leikjum á undan Eiði Smára Guðjohnsen í tíu mörkin en Eiður Smári er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 24 mörk í 73 leikjum.

Fjöldi leikja fyrir menn að komast í tíu mörkin:

12 - Ríkharður Jónsson

16 - Kolbeinn Sigþórsson

30 - Eiður Smári Guðjohnsen

32 - Ríkharður Daðason

35 - Tryggvi Guðmundsson

38 - Matthías Hallgrímsson

38 - Pétur Pétursson

40 - Þórður Guðjónsson

46 - Helgi Sigurðsson

47 - Arnór Guðjohnsen

48 - Heiðar Helguson

64 - Eyjólfur Sverrisson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×