Lars Lagerbäck hrósaði Ara fyrir leikinn á móti Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2013 13:00 Ari Freyr Skúlason fagnar úrslitunum í Sviss með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Mynd/AFP Vörn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudaginn en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var ekki eins ósáttur með varnarlínuna og margir aðrir. Hann hrósaði sérstaklega vinstri bakverðunum Ara Frey Skúlasyni. Lars Lagerbäck hefur horft aftur á leikinn á móti Sviss ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Hann fór yfir leikinn með blaðamönnum í dag. „Kannski var fyrri hálfleikurinn ekki eins slæmur og mér fannst hann vera séð frá hliðarlínunni. Við spiluðum ágætlega á köflum í hálfleiknum," sagði Lars Lagerbäck sem segir vítaspyrnuna sem skilaði Svisslendingum fjórða markinu hafi verið harður dómur. „Mér fannst Svisslendingurinn leika þetta mikið og Birkir kom varla við hann," sagði Lagerbäck um vítið sem var dæmt á Birki Má Sævarsson. „Svisslendingarnir voru vissulega betri en við í fyrri hálfleiknum en mér fannst við þó ekki spila það illa," sagði Lagerbäck sem tók upp hanskann fyrir varnarlínu íslenska liðsins þar sem spiluðu þeir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason. „Ég fékk margar spurningar eftir leikinn um varnarmennina en mér fannst þeir ekki spila það illa. Birkir átti ekki sinn besta leik en Ari var einn af okkar bestu mönnum þegar við sóttum í seinni hálfeik og komum okkur aftur inn í leikinn. Hann tók þátt í mörgum góðum sóknum og mér fannst Ari eiga góðan leik," sagði Lagerbäck. „Ragnar og Kári voru allt í lagi, áttu kannski ekki sinn besta leik en þetta snýst líka um það hvernig við verjumst sem lið," sagði Lagerbäck sem taldi stærsta vandamálið vera að liðið var ítrekað að tapa boltanum á hættulegum stöðum. „Stóra vandamálið er að við töpuðum boltanum alltof auðveldlega. Við gáfum Svisslendingum færi á svo mörgum sóknum af því að við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum. Við verðum að laga þetta," sagði Lagerbäck. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Vörn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudaginn en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var ekki eins ósáttur með varnarlínuna og margir aðrir. Hann hrósaði sérstaklega vinstri bakverðunum Ara Frey Skúlasyni. Lars Lagerbäck hefur horft aftur á leikinn á móti Sviss ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Hann fór yfir leikinn með blaðamönnum í dag. „Kannski var fyrri hálfleikurinn ekki eins slæmur og mér fannst hann vera séð frá hliðarlínunni. Við spiluðum ágætlega á köflum í hálfleiknum," sagði Lars Lagerbäck sem segir vítaspyrnuna sem skilaði Svisslendingum fjórða markinu hafi verið harður dómur. „Mér fannst Svisslendingurinn leika þetta mikið og Birkir kom varla við hann," sagði Lagerbäck um vítið sem var dæmt á Birki Má Sævarsson. „Svisslendingarnir voru vissulega betri en við í fyrri hálfleiknum en mér fannst við þó ekki spila það illa," sagði Lagerbäck sem tók upp hanskann fyrir varnarlínu íslenska liðsins þar sem spiluðu þeir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason. „Ég fékk margar spurningar eftir leikinn um varnarmennina en mér fannst þeir ekki spila það illa. Birkir átti ekki sinn besta leik en Ari var einn af okkar bestu mönnum þegar við sóttum í seinni hálfeik og komum okkur aftur inn í leikinn. Hann tók þátt í mörgum góðum sóknum og mér fannst Ari eiga góðan leik," sagði Lagerbäck. „Ragnar og Kári voru allt í lagi, áttu kannski ekki sinn besta leik en þetta snýst líka um það hvernig við verjumst sem lið," sagði Lagerbäck sem taldi stærsta vandamálið vera að liðið var ítrekað að tapa boltanum á hættulegum stöðum. „Stóra vandamálið er að við töpuðum boltanum alltof auðveldlega. Við gáfum Svisslendingum færi á svo mörgum sóknum af því að við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum. Við verðum að laga þetta," sagði Lagerbäck.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira